Búin að minnka væntingarnar eftir þrítugt

Jana Duggar.
Jana Duggar. skjáskot/Instagram

Raun­veru­leika­stjarn­an Jana Dugg­ar seg­ir að hún sé aðeins búin að minnka vænt­ing­arn­ar um að finna hinn full­komna kær­asta eft­ir að hún varð þrítug. 

Jana er elsta dótt­ir Jims Bobs Dugg­ars og Michelle Ruark. Dugg­ar-fjöl­skyld­an var með sinn eig­in raun­veru­leikaþátt á ár­un­um 2008-2015 en systkina­hóp­ur­inn tel­ur alls 19. 

„Ég var alltaf mun strang­ari. Mig langaði til að finna ein­hvern sem væri til í að flytja til Ark­ans­as eða ein­hvern frá Ark­ans­as, en með tím­an­um hef ég upp­götvað að ég elska ferðalög meira en mig grunaði. Þannig að núna hugsa ég bara að ef ég elska mann­inn þá mun ég elta hann á enda ver­ald­ar. Ég mun fara hvert sem hann fer. En ég hef ekki fundið hann hingað til,“ sagði Dugg­ar í raun­veru­leikaþátt­un­um Count­ing On

Mörg systkini Dugg­ar eru gift en hún bíður enn eft­ir hinum eina rétta. Hún kem­ur úr mjög kristnu sam­fé­lagi þar sem mikl­ir for­dóm­ar fylgja því að vera enn ein­hleyp á fer­tugs­aldri. 

„Mér finnst eins og al­geng­asta spurn­ing­in þessa dag­ana sé hvort ég sé í sam­bandi. Og það er orðið frek­ar þreytt. Sum­ir spyrja mig hvort ég sé vand­lát og ég held ég sé það samt ekki,“ sagði Dugg­ar. 

Hún seg­ir marga halda að það sé eitt­hvað svaka­lega mikið að henni en hún lít­ur á þessa löngu leit að hinum eina sanna sem lán í óláni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er tímabært að hefjast handa við verkefni sem þú hefur lengi borið fyrir brjósti. Bíddu frekar þar til gott tækifæri gefst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er tímabært að hefjast handa við verkefni sem þú hefur lengi borið fyrir brjósti. Bíddu frekar þar til gott tækifæri gefst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir