Fannst ekkert að því að kyssa Madonnu

Madonna kyssti þær Britney Spears og Christinu Aguileru á MTV-tónlistarverðlaununum …
Madonna kyssti þær Britney Spears og Christinu Aguileru á MTV-tónlistarverðlaununum árið 2003. REUTERS

Popp­stjörn­unni Christ­inu Aguileru fannst lítið mál að kyssa söng­kon­una Madonnu á MTV-tón­list­ar­verðlaun­un­um árið 2003. Koss Augileru fékk reynd­ar litla at­hygli miðað við koss Brit­ney Spe­ars og Madonnu í sama atriði. 

Söng­kon­an, sem var á há­tindi frægðar sinn­ar á þess­um tíma, seg­ir í nýju viðtali að því er fram kem­ur á vef People að það sé alltaf gert meira og meira til þess að koma fólki úr jafn­vægi. Að því sögðu fannst henni koss­inn ekki hneyksli. 

„Ef ég á að vera hrein­skil­in þá hugsaði ég ekk­ert um hann,“ sagði Aguilera sem hugsaði bara með sér að þetta væru tvær kon­ur að kyss­ast. „Þetta var hneyksli þá. Þetta er ekki hneyksli núna að mér finnst. En þetta er svo margt.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem söng­kon­an tjá­ir sig um koss­inn. Fyr­ir tveim­ur árum greindi hún frá því að hún hefði fengið litla at­hygli fyr­ir koss­inn þar sem öll at­hygli var á Brit­ney Spe­ars og viðbrögðum þáver­andi kær­asta henn­ar Just­ins Timberla­kes en Spe­ars var fyrri til að kyssa Madonnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú hefur djarfar og ákveðnar hugmyndir um að græða pening í dag, og ert mjög kraftmikil/l í vinnu. Ný tækni eða breyttar aðferðir muni gera lífið skemmtilegra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú hefur djarfar og ákveðnar hugmyndir um að græða pening í dag, og ert mjög kraftmikil/l í vinnu. Ný tækni eða breyttar aðferðir muni gera lífið skemmtilegra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir