Fyrsti þáttur af Ráðherranum, þáttum um íslenska pólitík og andlega veikan forsætisráðherra, var sýndur á RÚV í kvöld. Þáttaraðarinnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu enda um metnaðarfullt verkefni að ræða og í henni leika nokkrar af skærustu stjörnum Íslands.
Twitter-samfélagið var eins og ávallt vel með á nótunum og bendir óvísindaleg könnun til þess að flestir hafi verið ánægðir með byrjunina.
Þetta lærðum við:
— Guðni Tómasson (@Gydnid) September 20, 2020
Sjálfstæðismenn eru kynóðir.
Samfó á ekki aur fyrir kosningavöku.
Stjórnmálamenn fela sig í Studio 12#ráðherrann
Það er ekki svona mikil gredda í pólitík. Aðallega langir fundir. #ráðherrann
— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) September 20, 2020
Hahaha talningaTómas! #ráðherrann
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) September 20, 2020
#ráðherrann
— Magnús (@Magns1) September 20, 2020
Svei mér þá. Ég gæti hugsað mér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn með þennan formann.
Þetta er einsog svona endurrsaga á 2007 með xd og samfylking í pre hrunið, Valgerður formaður Samfylkingar einsog Þorgerður Katrín + Ingibjörg Sólrún #ráðherrann
— Sigurður ingi (@Ziggi92) September 20, 2020
byggst á sannsögulegum atburðum #icehot1 #ráðherrann
— Arnaryonghojin (@arnaryonghojin) September 20, 2020
Loksins er hægt að hafa gaman af Framsóknarmönnunum #ráðherrann #theminister
— Sverrir Fridriksson (@Sigurdrifa) September 20, 2020
Er mjög spenntur fyrir Ráðherranum en get ómögulega áttað mig á hvort þetta eru drama eða grínþættir. Kannski bara hressandi splunkuný kategoría með skandinavískum klósettsenum. #ráðherrann
— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) September 20, 2020
Fyrsti kjánahrollurinn kom eftir tæpar 5 mínútur 🤢 #ráðherrann
— Addi Eggerts (@AEggerts) September 20, 2020
#raðherrann var rosalegur. Jafnvel meira spennandi en eiginlegar kosningar.
— θourkniːr̥ (@thorgnyr) September 20, 2020
Alltaf er vesalings Þorvaldur Davíð settur í framhjáldið #ráðherrann
— Heiðar Lind Hansson (@heidarlind) September 20, 2020
Það er ekki svona snyrtilegt heima hjá neinum á síðustu dögum kosningabaráttu og það er engin orka eftir til að ríða. #ráðherrann
— Stefán Pálsson (@Stebbip) September 20, 2020
Núna ætla ég leiðinlegur, en þessi fyrsti þáttur var alltof mikið hvítur og gagnkynhneigður. Annars gott og áhugavert stöff. #ráðherrann
— Sigurður ingi (@Ziggi92) September 20, 2020
#ráðherrann
— Magnús (@Magns1) September 20, 2020
Var ekki hægt að fá Helga Seljan til að leika sjálfan sig?
Þetta var nú óttalega klént #raðherrann
— T-pain (@GuTryggvi) September 20, 2020
Er með pólitíska standpínu eftir fyrsta þáttinn #ráðherrann
— Steinunn Björk (@stoniem) September 20, 2020