Ellen sneri aftur með afsökunarbeiðni

Ellen DeGeneres.
Ellen DeGeneres. AFP

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres sneri aftur á skjái Bandaríkjamanna í dag, vopnuð langri afsökunarbeiðni þar sem hún gerði tilraun til að svara þeim fjölmörgu ásökunum sem ratað hafa í fjölmiðla vestanhafs, um að hún hafi farið illa með samstarfsfólk sitt og áreitt undirmenn sína í áraraðir.

Hún hefur sömuleiðis verið sökuð um að leyfa eitraðri menningu að viðgangast á vinnustaðnum umhverfis þáttinn.

Skjáir í stað áhorfenda

„Ef þú ert að horfa því þú elskar mig, þakka þér fyrir,“ sagði leikkonan og grínistinn fyrrverandi.

„Og ef þú ert að horfa því þú elskar mig ekki, velkomin,“ bætti hún við.

Ólíkt venju þá var engum áhorfendum til að dreifa í salnum, vitaskuld sökum faraldurs kórónuveirunnar. Í stað þeirra sýndu skjáir andlit nokkurra viljugra áhorfenda.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að hlýða á framsögu DeGeneres fylgir myndskeiðið hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar