Hræðist kynþáttafordóma þrátt fyrir frægðina

Kerry Washington kann að vera þekkt nafn en hún er …
Kerry Washington kann að vera þekkt nafn en hún er samt sem áður hrædd við kynþáttafordóma úti á götum í Bandaríkjunum. AFP

Leik­kon­an Kerry Washingt­on seg­ir að hún þori ekki að fara út á hlaupa­hjóli á kvöld­in með börn­um sín­um þrátt fyr­ir að hún sé orðin fræg Hollywood-stjarna. Þó hún sé orðin þekkt nafn þýðir ekki endi­lega að all­ir lög­reglu­menn í Banda­ríkj­un­um þekki and­lit henn­ar.

„Það er klikkað þegar ein­hver seg­ir eitt­hvað eins og „Hvernig dirf­ist þú kerry Washingt­on, að láta í þér heyra. Þú ert svo mik­ill Hollywood-for­rétt­indapési“. Það skipt­ir ekki máli hvað ég geri, hversu marg­ar Emmy-til­nefn­ing­ar ég fæ, ég er samt hrædd við að fara út á hlaupa­hjól með börn­in mín í ákveðnum hverf­um þar sem ein­hver gæti hringt í lög­regl­una. Því að sá lög­reglumaður hef­ur kannski ekki séð Scan­dal. Ég er enn mjög hrædd við þessa raun­veru­legu ógn,“ sagði Washingt­on í hlaðvarpsþátt­un­um Jemele Hill is Un­bot­h­ered. 

Washingt­on er dökk á hör­und og hef­ur náð langt í Hollywood. Hún fór með aðal­hlut­verk í þátt­un­um Scan­dal sem fram­leiðslu­fyr­ir­tæki Shonda Rhi­mes fram­leiddi. Hún fór einnig með aðal­hlut­verk í þátt­un­um Little Fires Everywh­ere sem sýnd­ir voru á Hulu fyrr á þessu ári. 

Washingt­on hef­ur látið til sín taka í umræðunni um kynþátta­for­dóma í Banda­ríkj­un­um á síðustu miss­er­um og er talsmaður þess að fólk fái að tjá sig óháð starfs­vett­vangi sín­um. 

„Þegar ég tala um þetta land tala ég sem móðir, sem kona og svört mann­eskja. Ég tala sem barn sem ólst umm í Bronx, hinu meg­in við göt­una þar sem allt var að ger­ast. Ég tala ekki sem for­rétt­indapési í Hollywood. Ég tala sem móðir svartra barna, ein­hver sem þurfti að taka náms­lán. Ég tala sem mann­eskja sem er annt um sam­fé­lagið sitt og sam­fé­lagið sem fjöl­skylda henn­ar býr í,“ sagði Washingt­on. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú leggur starfsheiður þinn að veði, þegar þú mælir fyrir ákveðnu máli. Fólk er tilbúið til að rétta þér hjálparhönd, jafnvel án þess að þú biðjir um það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú leggur starfsheiður þinn að veði, þegar þú mælir fyrir ákveðnu máli. Fólk er tilbúið til að rétta þér hjálparhönd, jafnvel án þess að þú biðjir um það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant