Loksins komið að frumsýningu

Ilmur Kristjánsdóttir fer með aðalhlutverkið í Kópavogskrónikunni.
Ilmur Kristjánsdóttir fer með aðalhlutverkið í Kópavogskrónikunni. Ljósmynd/Aðsend

Dag­inn sem leik­ritið Kópa­vogskrónika var fullæft og leik­ar­ar, tækni­fólk og list­ræn­ir stjórn­end­ur voru að gera sig klár fyr­ir lokaæf­ingu var sett á sam­komu­bann á Íslandi. Nú, ríf­lega hálfu ári síðar, er loks­ins komið að frum­sýn­ingu í Þjóðleik­hús­inu. 

Kópa­vogskrónika bygg­ir á sam­nefndri bók Kamillu Ein­ars­dótt­ur sem sló í gegn árið 2018. Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir leik­ur aðal­hlut­verk en auk henn­ar fara þau Arn­mund­ur Ernst Backm­an og Þórey Birg­is­dótt­ir með hlut­verk í sýn­ing­unni. Silja Hauks­dótt­ir leik­stýr­ir en Kópa­vogskrónika er fyrsta leik­stjóra­verk­efni henn­ar á sviði. Silja hlaut mikið lof fyr­ir kvik­mynd sína Agnes Joy sem frum­sýnd var á síðasta ári. Tón­list­armaður­inn Auður sem­ur tón­list­ina í sýn­ing­unni. 

Kópa­vogskrónika fjall­ar um unga, ein­stæða móður sem í kjöl­far ástarsorg­ar dvelst lang­dvöl­um í Kópa­vogi, - bæ sem sagt er að sé slys og hefði aldrei átt að verða til! Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir og Silja Hauks­dótt­ir skapa ögr­andi og skemmti­lega leik­sýn­ingu upp úr skáld­sögu Kamillu Ein­ars­dótt­ur, sem vakti mikla at­hygli þegar hún kom út árið 2018. 

Kópa­vogskrónika er hisp­urs­laus ástar­saga úr sam­tím­an­um en jafn­framt op­in­skátt verk um sam­band móður og dótt­ur. Móðir tal­ar til dótt­ur sinn­ar, ger­ir upp fortíðina og dreg­ur ekk­ert und­an í lýs­ing­um á hömlu­leysi í drykkju, neyslu og sam­skipt­um við karl­menn. Frá­sögn­in er í senn kjaft­for, hjartasker­andi, kald­hæðin, fynd­in og frels­andi. 

Leikararnir Ilmur Kristjánsdóttir, Arnmundur Ernst Backman og Þórey Birgisdóttir fara …
Leik­ar­arn­ir Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir, Arn­mund­ur Ernst Backm­an og Þórey Birg­is­dótt­ir fara með hlut­verk í leik­rit­inu. Ljós­mynd/​Aðsend
Leikritið Kópavogskrónika er byggt á samnefndri bók Kamillu Einarsdóttur.
Leik­ritið Kópa­vogskrónika er byggt á sam­nefndri bók Kamillu Ein­ars­dótt­ur. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Dagblöð, lagatexti, minnisblöð og þess háttar felur í sér vísbendingar. Sýndu þolinmæði gagnvart mönnum og málefnum og sæktu það sem þú vilt með lipurð og festu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Dagblöð, lagatexti, minnisblöð og þess háttar felur í sér vísbendingar. Sýndu þolinmæði gagnvart mönnum og málefnum og sæktu það sem þú vilt með lipurð og festu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir