Watchmen og Schitt's Creek sigursælir á Emmy-hátíðinni

Verðlaunahátíðin fór fram með rafrænum hætti í ár.
Verðlaunahátíðin fór fram með rafrænum hætti í ár.

Sjónvarpsþættirnir Schitt's Creek, Succession og Watchmen urðu sigursælastir á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt í 72. sinn með heldur óhefðbundnu sniði vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. 

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel var kynnir hátíðarinnar í ár, en hátíðin fór fram með rafrænum hætti þannig að sjónvarpsstjörnur og boðsgestir fylgdust með hátíðinni heiman frá sér. 

Kanadísku grínþættirnir Schitt'sCreek unnu til níu verðlauna og settu þar með nýtt met yfir flest verðlaun í flokki gamanþátta. Sjötta og síðasta þáttaröð Schitt's Creek var frumsýnd fyrr á þessu ári. Leikarar þáttanna hrepptu öll helstu verðlaun fyrir leik í gamanþáttum. 

Leikkonur Friends-þáttanna vinsælu komu saman að nýju á verðlaunahátíðinni.
Leikkonur Friends-þáttanna vinsælu komu saman að nýju á verðlaunahátíðinni. AFP

Þættirnir Succession voru valdir bestu dramaþættir ársins, en að mati margra þykja þau verðlaun eftirsóttust. Þá vann Jeremy Strong verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í þáttunum. Leikkonan Zendaya var valin besta leikkonan fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Euphoria. 

Watchmen var valin besta staka sjónvarpsþáttaröðin líkt og búist var við. Þáttaröðin var tilnefnd til 26 verðlauna og hlaut ellefu. Regina King og Yahya Abdul-Mateen, leikarar þáttanna, voru valin bestu leikarar í aðalhlutverki í stakri sjónvarpsþáttaröð. 

Hæstaréttardómarans Ruth Bader Ginsburg var minnst á hátíðinni í gær.
Hæstaréttardómarans Ruth Bader Ginsburg var minnst á hátíðinni í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg