Andrés prins sagður kynlífsfíkill

Fortíðin eltir Andrés prins.
Fortíðin eltir Andrés prins. AFP

Einka­líf Andrés­ar prins er meðal efn­is í nýrri bók Ian Halper­in um kyn­líf, lyg­ar og óhreina pen­inga ríka og fræga fólks­ins. Í bók­inni er því meðal ann­ars haldið fram að Andrés prins sé kyn­lífs­fík­ill. Í fyrra komst Andrés í kland­ur fyr­ir vin­skap sinn við barn­aníðing­inn Jef­frey Ep­stein með þeim af­leiðing­um að hann sagði sig frá kon­ung­leg­um skyld­um sín­um. 

Flest­ar kon­urn­ar sem Halper­in talaði við sögðu Andrés prins mik­inn herra­mann og gáfu samþykki fyr­ir kyn­líf­inu að því fram kem­ur í um­fjöll­un um bók­ina á vef Page Six. Virg­ina Roberts, fórn­ar­lamb Ep­stein, hef­ur þó ekki sömu sögu að segja um sam­skipti sín við Andrés.

„Ein kona sagði hann djarf­an elsk­huga. Það vöru eng­in tak­mörk fyr­ir því hvar hann færi upp í rúm,“ sagði Halper­in. „Andrés tryllti mig í svefn­her­berg­inu,“ sagði kona sem varð fyr­ir von­brigðum þegar Andrés hafði ekki sam­band við hana aft­ur. 

Fyrr­ver­andi ást­kona Andrés­ar seg­ir í bók­inni að Andrés hafi verið kyn­lífs­fík­ill og ástæðuna megi rekja til þess að hann var alltaf í öðru sæti á eft­ir bróður sín­um Karli Bretaprins. Andrés á að hafa borið sig og Karl sam­an við Vil­hjálm og Harry. Vil­hjálm­ur er kónga­efni eins og Karl faðir sinn en Andrés og Harry óþekku strák­arn­ir. Andrés fékk enga at­hygli og lifði hann þess vegna eins og hann gerði. „Hon­um leið eins og hann væri sér­stak­ur þegar hann fór í rúmið með þess­um fal­legu kon­um,“ sagði höf­und­ur bók­ar­inn­ar. 

Sam­band Andrés­ar prins við auðkýf­ing­inn og barn­aníðing­inn Ep­stein er meðal ann­ars til um­fjöll­un­ar. Andrés hef­ur haldið því fram að vin­skap­ur þeirra hafi aðeins verið í tengsl­um við viðskipti. Höf­und­ur­inn held­ur því þó fram að Ep­stein hafi fundið stúlk­ur fyr­ir Andrés. „Hann var með blæti fyr­ir rauðhærðum og Ep­stein var með út­send­ara sem kembdi göt­urn­ar í leit að fal­leg­ustu rauðhærðu kon­un­um áður en þeir hitt­ust.“

Halper­in held­ur því fram að Andrés hafi verið hrædd­ur við Ep­stein árið 2011 þar sem Ep­stein safnaði sam­an upp­lýs­ing­um um fólk til þess að nota gegn þeim. 

Halper­in er þekkt­ur fyr­ir skrif sín og var til að mynda tölu­vert á síðum blaðanna þegar hann gaf út ósamþykkta bók um tón­list­ar­mann­inn Michael Jackson. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Láttu það eftir þér að gera eitthvað óvenjulegt í dag. Ertu Kannski að eyða allt of miklum tíma í eitthvað sem þér er alveg sama um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Láttu það eftir þér að gera eitthvað óvenjulegt í dag. Ertu Kannski að eyða allt of miklum tíma í eitthvað sem þér er alveg sama um.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver