Jackie Stallone er látin

Sylvester Stallone ásamt móður sinni, Jackie Stallone.
Sylvester Stallone ásamt móður sinni, Jackie Stallone. Skjáskot/Instagram

Stjörnu­spek­ing­ur­inn Jackie Stallone, móðir Hollywood­leik­ar­ans Sylvester Stallone, er lát­in 98 ára að aldri. 

Stallone lést í svefni líkt og hún hafði óskað sér að sögn yngsta son­ar henn­ar, Franks. Frank Stallone minnt­ist móður sinn­ar í færslu á In­sta­gram í gær­kvöldi. „Það var erfitt að líka illa við hana, hún var mjög ein­stök mann­eskja,“ sagði Frank um móður sína. 

Stallone var fædd 29. nóv­em­ber árið 1921. Hún stalst að heim­an fimmtán ára göm­ul frá heim­ili sínu í Washingt­on D.C. í Banda­ríkj­un­um og gekk í sirk­us. 

„Faðir minn, sem var vellauðugur lögmaður, vildi að ég færi í lög­fræðina, en mig langaði að vera á sviðinu,“ sagði Stallone í viðtali við The Times árið 2005. 

Stallone gift­ist sín­um fyrsta eig­in­manni, Frank Stallone eldri, hár­greiðslu­manni og leik­ara í hjá­verk­um, árið 1945. Þau voru gift í 12 ár og áttu sam­an leik­ar­ann Sylvester og tón­list­ar­mann­inn Frank. 

Hún eignaðist eina dótt­ur, Toni D'Alto, með öðrum eig­in­manni sín­um, Ant­hony Filiti. Hún lést úr lungnakrabba­meini árið 2012, þá 48 ára göm­ul. 

Stallone kom víða við á ferli sín­um en hún opnaði meðal ann­ars lík­ams­rækt fyr­ir kon­ur á 6. ára­tugn­um og hélt úti lík­ams­rækt­arþátt­um. Hún varð ekki þekkt nafn fyrr en á 10. ára­tug síðustu ald­ar þegar hún gaf út bók um stjörnu­speki. Hún varð gríðarlega vin­sæll stjörnu­spek­ing­ur og spá­kona í kjöl­farið. 

Hún gift­ist þriðja eig­in­manni sín­um, Step­gen Devine, árið 1998 en þau bjuggu ekki sam­an meiri­hluta hjóna­bands síns. 

BBC

View this post on In­sta­gram

This morn­ing my brot­h­ers and I lost our mot­her Jackie Stallone . She was the mot­her to four children, Tommy, Sylvester, Frankie and my late sister Toni Ann. She was a remarka­ble wom­an work­ing out everyday full of spunk and fe­ar­less . She died in her sleep as she had wis­hed. It was hard not to like her, she was very eccentric and flam­boy­ant per­son. She was born on No­v­em­ber 29 th 1921 in Washingt­on DC ,she li­ved through prohi­biti­on , the depressi­on and World War II . I would talk to her for hours about the 20's 30's and 40's. It was a history les­son. Her mind was as sharp as a razor till the day she died. She never wore a mask a true revoluti­on­ary gal . I gu­ess I'm drown­ing my emoti­ons in te­ars and to much vino. But when you've known someo­ne for 70 yrs it tough and sad. She had seven grandchildren and 3 great grandchildren . My brot­her Sylvester took care of her like a Qu­een for all of her life. I will never be able to call my mom again or have her yell at me why I never got married . But we all loved her and her sprit to survi­ve and prevail . I'll miss you always mommy. @official­slystallone

A post shared by Frank Stallone (@frank.stallone) on Sep 21, 2020 at 9:22pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú munt eiga samræður við einhvern sem varpa munu ljósi á málefni sem þú hafðir ekki hugsað um áður. Niðurstaðan sem þú bíður verður þér í hag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú munt eiga samræður við einhvern sem varpa munu ljósi á málefni sem þú hafðir ekki hugsað um áður. Niðurstaðan sem þú bíður verður þér í hag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver