Sean Lennon stýrir afmælisþætti um föður sinn

Sean Lennon, sonur Yoko Ono og John Lennon mun stýra …
Sean Lennon, sonur Yoko Ono og John Lennon mun stýra afmælisþætti um föður sinn. AFP

Sean Ono Lennon­mun stýra þætti til­einkuðum af­mæli föður hans, John Lennon. Í þætt­in­um mun Lennon meðal ann­ars ræða við Sir Paul McCart­ney um sam­band hans við John. BBC grein­ir frá.

Bít­ill­inn John Lennon hefði orðið 80 ára þann 9. októ­ber næst­kom­andi hefði hann lifað. Af­mæl­isþátt­ur­inn verður í tveim­ur hlut­um og fer í loftið 3. og 4. októ­ber. 

„Ég lít til baka á þetta eins og aðdá­andi núna. Hversu hepp­in var ég að hitta þenn­an furðulega dreng, sem spilaði tónlist eins og ég gerði og við tók­um hönd­um sam­an og gerðum hvorn ann­an betri,“ sagði McCart­ney í þátt­un­um. McCart­ney mun líka koma til með að taka upp gít­ar­inn og spila eitt fyrsta lagið sem þeir Lennon sömdu sam­an, Just Fun. 

Paul McCartney verður gestur þáttarins og mun ræða um samband …
Paul McCart­ney verður gest­ur þátt­ar­ins og mun ræða um sam­band sitt við John Lennon. HO

Í þátt­un­um verður einnig rætt við hálf­bróðir Sean, Ju­li­an, og guðföður hans Sir Elt­on John. 

Lennon var skot­inn til bana þann 9. des­em­ber árið 1980. Í vik­unni var greint frá því að morðingi hans, Mark Chapman, bað ekkju Lennon, Yoko Ono, af­sök­un­ar á sárs­auk­an­um sem hann olli henni. Af­sök­un­ar­beiðnina lagði hann fram fyr­ir dóm­ara í ág­úst á þessu ári þegar hann óskaði eft­ir reynslu­lausn. Hon­um var neitað í ell­efta skiptið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvítir eða svartir. Hafðu þitt á hreinu áður en þú hefur upp raust þína um menn og málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvítir eða svartir. Hafðu þitt á hreinu áður en þú hefur upp raust þína um menn og málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant