Fjórar eingöngu í Bíó Paradís

Frances McDormand í Nomadland sem sýnd verður í Bíó Paradís.
Frances McDormand í Nomadland sem sýnd verður í Bíó Paradís. mbl.is

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF,  hófst 24. september og verða nokkrar af helstu myndum hátíðarinnar sýndar í Bíó Paradís sem opnað var fyrir helgi. Fjórar af myndum hátíðarinnar verða svo eingöngu sýndar þar. Nokkrar íslenskar heimildar- og stuttmyndir verða frumsýndar á hátíðinni og verður hver mynd aðeins sýnd einu sinni, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Meðal meðal þeirra erlendu kvikmynda sem sýndar verða í kvikmyndahúsinu er Nomadland, þ.e. Hirðingjaland, eftir kínverska leikstjórans Chloe Zhao sem nýverið hlaut aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum en hún verður sýnd í kvöld. Einnig má nefna 200 metra, kvikmynd leikstjórans Ameen Nayfeh sem þegar hefur verið tilnefnd til verðlauna og hlotið mikið lof. 

Íslenskar heimildarmyndir sem frumsýndar verða í Bíó Paradís eru Hatrið, Sirkusstjórinn, Húsmæðraskólinn og Á móti straumnum og fyrrnefndar fjórar myndir sem aðeins verða sýndar í Bíó Paradís eru Druk eftir leikstjórann Thomas Vinterberg, Notturno eftir Gianfranco Rosi, Wildland eftir Jeanette Nordahl og Peninsula eftir Yeon Sang-ho. 

Í tilkynningu frá RIFF kemur fram að aðeins verði ein sýning á hverri mynd og að sætaframbð verði takmarkað og sóttvörnum fylgt. Frekari upplýsingar um myndirnar má fá á vef hátíðarinnar, riff.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir