Fjórar eingöngu í Bíó Paradís

Frances McDormand í Nomadland sem sýnd verður í Bíó Paradís.
Frances McDormand í Nomadland sem sýnd verður í Bíó Paradís. mbl.is

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF,  hófst 24. september og verða nokkrar af helstu myndum hátíðarinnar sýndar í Bíó Paradís sem opnað var fyrir helgi. Fjórar af myndum hátíðarinnar verða svo eingöngu sýndar þar. Nokkrar íslenskar heimildar- og stuttmyndir verða frumsýndar á hátíðinni og verður hver mynd aðeins sýnd einu sinni, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Meðal meðal þeirra erlendu kvikmynda sem sýndar verða í kvikmyndahúsinu er Nomadland, þ.e. Hirðingjaland, eftir kínverska leikstjórans Chloe Zhao sem nýverið hlaut aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum en hún verður sýnd í kvöld. Einnig má nefna 200 metra, kvikmynd leikstjórans Ameen Nayfeh sem þegar hefur verið tilnefnd til verðlauna og hlotið mikið lof. 

Íslenskar heimildarmyndir sem frumsýndar verða í Bíó Paradís eru Hatrið, Sirkusstjórinn, Húsmæðraskólinn og Á móti straumnum og fyrrnefndar fjórar myndir sem aðeins verða sýndar í Bíó Paradís eru Druk eftir leikstjórann Thomas Vinterberg, Notturno eftir Gianfranco Rosi, Wildland eftir Jeanette Nordahl og Peninsula eftir Yeon Sang-ho. 

Í tilkynningu frá RIFF kemur fram að aðeins verði ein sýning á hverri mynd og að sætaframbð verði takmarkað og sóttvörnum fylgt. Frekari upplýsingar um myndirnar má fá á vef hátíðarinnar, riff.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir