Ráðherrann fær viðurkenningu í Feneyjum

Ráðherrann fékk tilnefningu í flokki framúrskarandi sjónvarpsefnis á árinu.
Ráðherrann fékk tilnefningu í flokki framúrskarandi sjónvarpsefnis á árinu. Ljósmyndari/Lilja Jóns

Sjón­varpsþáttaröðin Ráðherr­ann í fram­leiðslu Sagafilm, fékk í gær til­nefn­ingu til Venice TV Aw­ard sem veitt var í Fen­eyj­um fyr­ir framúrsk­ar­andi sjón­varps­efni á ár­inu. Ráðherr­ann er leik­in ís­lensk þáttaröð í átta hlut­um sem hóf göngu sína á RÚV 20. sept­em­ber.

Sag­an seg­ir frá Bene­dikti Rík­arðsson sem er óhefðbund­inn stjórn­mála­maður, sem kem­ur eins og storm­sveip­ur inn í ís­lensk stjórn­mál með óvenju­legri nálg­un í kosn­inga­bar­áttu sem skil­ar hon­um for­sæt­is­ráðherra­stóln­um. Eft­ir að hann tek­ur við embætti fara ein­kenni geðhvarfa að koma fram í fari hans og hegðun.

„Það er virki­lega ánægju­legt hve góðar viðtök­ur þætt­irn­ir eru að fá í Evr­ópu, fyr­ir stuttu síðan var til­kynnt um til­nefn­ingu á PRIX Europa. Þætt­irn­ir hafa fengið góðar viðtök­ur í Belg­íu þar sem þeir hófu sýn­ing­ar í síðustu viku,“ seg­ir Hilm­ar Sig­urðsson, for­stjóri Sagafilm og einn fram­leiðanda Ráðherr­ans

Þátt­araðirn­ar Pea­ky Blind­ers, Cat­her­ine the Great, Baron Noir, Hierro, Eag­les, Cha­rité 2, og sig­ur­veg­ar­inn The New Pope voru til­nefnd­ar með Ráðherr­an­um, en til­kynnt var um sig­ur­veg­ara á sama tíma og til­nefn­ing­arn­ar voru kynnt­ar. Í dóm­nefnd hátíðar­inn­ar sitja meðal ann­ars Sonia Rovai, yf­ir­maður leik­ins efn­is hjá Sky Italia, Dr. Markus Schä­fer – fram­kvæmda­stjóri All3­Media í Þýskalandi og Hollandi og Michael Gray – fram­leiðandi hjá BBC.

Leik­stjór­ar þátt­anna eru Nanna Krisín Magnús­dótt­ir og Arn­ór Pálmi Arn­ar­son, fram­leiðend­ur eru Anna Vig­dís Gísla­dótt­ir, Hilm­ar Sig­urðsson og Kjart­an Þór Þórðar­son. Þætt­irn­ir eru fram­leidd­ir af Sagafilm í sam­starfi við RÚV, Cineflix Rights, DR, NRK, SVT, YLE, Lumi­ere, Kvik­mynda­miðstöð Íslands, Nordisk Film and TV Fund og MEDIA Creati­ve Europe og nýt­ur end­ur­greiðslu at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þótt samstarfsmennirnir reyni á þolinmæði þína í dag. Hættu að kvarta og finndu leið til að létta byrðarnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Láttu það ekki fara í taugarnar á þér þótt samstarfsmennirnir reyni á þolinmæði þína í dag. Hættu að kvarta og finndu leið til að létta byrðarnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell