Ráðherrann fær viðurkenningu í Feneyjum

Ráðherrann fékk tilnefningu í flokki framúrskarandi sjónvarpsefnis á árinu.
Ráðherrann fékk tilnefningu í flokki framúrskarandi sjónvarpsefnis á árinu. Ljósmyndari/Lilja Jóns

Sjónvarpsþáttaröðin Ráðherrann í framleiðslu Sagafilm, fékk í gær tilnefningu til Venice TV Award sem veitt var í Feneyjum fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni á árinu. Ráðherrann er leikin íslensk þáttaröð í átta hlutum sem hóf göngu sína á RÚV 20. september.

Sagan segir frá Benedikti Ríkarðsson sem er óhefðbundinn stjórnmálamaður, sem kemur eins og stormsveipur inn í íslensk stjórnmál með óvenjulegri nálgun í kosningabaráttu sem skilar honum forsætisráðherrastólnum. Eftir að hann tekur við embætti fara einkenni geðhvarfa að koma fram í fari hans og hegðun.

„Það er virkilega ánægjulegt hve góðar viðtökur þættirnir eru að fá í Evrópu, fyrir stuttu síðan var tilkynnt um tilnefningu á PRIX Europa. Þættirnir hafa fengið góðar viðtökur í Belgíu þar sem þeir hófu sýningar í síðustu viku,“ segir Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm og einn framleiðanda Ráðherrans

Þáttaraðirnar Peaky Blinders, Catherine the Great, Baron Noir, Hierro, Eagles, Charité 2, og sigurvegarinn The New Pope voru tilnefndar með Ráðherranum, en tilkynnt var um sigurvegara á sama tíma og tilnefningarnar voru kynntar. Í dómnefnd hátíðarinnar sitja meðal annars Sonia Rovai, yfirmaður leikins efnis hjá Sky Italia, Dr. Markus Schäfer – framkvæmdastjóri All3Media í Þýskalandi og Hollandi og Michael Gray – framleiðandi hjá BBC.

Leikstjórar þáttanna eru Nanna Krisín Magnúsdóttir og Arnór Pálmi Arnarson, framleiðendur eru Anna Vigdís Gísladóttir, Hilmar Sigurðsson og Kjartan Þór Þórðarson. Þættirnir eru framleiddir af Sagafilm í samstarfi við RÚV, Cineflix Rights, DR, NRK, SVT, YLE, Lumiere, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Nordisk Film and TV Fund og MEDIA Creative Europe og nýtur endurgreiðslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka