Hvetur fólk til að kjósa með bikinímynd

Kylie Jenner hvetur fólk til að kanna stöðu sína á …
Kylie Jenner hvetur fólk til að kanna stöðu sína á kjörskrá. Skjáskot/Instagram

Viðskiptakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner nýtti umtalsverð völd sín á Instagram í vikunni til þess að hvetja fólk til þess að kanna hvort það sé á kjörskrá fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 

Jenner birti sjóðandi heita mynd af sér á sundfötunum einum saman og skrifaði undir myndina: „En ert þú á kjörskrá? Ýttu á hlekkinn á forsíðunni. Gerum plan um að kjósa saman.“

Jenner er með 196 milljón fylgjendur á Instagram og hefur myndin fengið yfir 8 milljón like-a þegar þetta er skrifað. Systir hennar, Khloé Kardashian, var fljót að skrifa athugasemd undir myndina þar sem hún sagðist vera á kjörskrá. 

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara fram þann 3. nóvember næstkomandi en í gærkvöldi voru kappræður á milli frambjóðendanna, Donald Trump Bandaríkjaforseta og Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins.

Jenner nýtti ekki færsluna aðeins til þess að hvetja fólk til að skoða skráningu sína á kjörskrá heldur skartaði hún líka gullfallegu bikiníi úr haustlínu Dior. 

View this post on Instagram

but are you registered to vote? click the link in my bio.. let’s make a plan to vote together 🤍🤍

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner) on Sep 28, 2020 at 1:58pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir