Ólst upp við fátækt og heimilisofbeldi

Mariah Carey.
Mariah Carey. AFP

Söngdív­an Mariah Carey var að gefa út ævi­sögu sína, The Me­an­ing Of Mariah Carey. Þar kenn­ir ým­issa að grasa og seg­ir Carey meðal ann­ars frá því hvernig var al­ast upp í fá­tækt og seg­ir frá of­beldi sem hún lenti í. 

Á vef BBC má finna sex atriði sem vekja sér­staka at­hygli í bók­inni. 

Upp­lifði heim­il­isof­beldi sem barn

Carey var aðeins smá­barn þegar hún byrjaði að átta sig á því hvenær von væri á of­beldi. Í bók­inni rifjar hún upp fjöl­marg­ar deil­ur á milli föður henn­ar og bróður. Hún seg­ir að það hafi ekki verið óal­gengt að hol­ur mynduðust á veggj­um heim­il­is henn­ar eft­ir rifr­ildi og að hlut­um væri kastað. Þegar hún var sex ára fékk hún fjöl­skyldu­vin til að hringja á lög­regl­una vegna of­beld­is sem móðir henn­ar varð fyr­ir. „Það er krafta­verk ef þetta barn lif­ir af,“ heyrði hún lög­regl­una segja. 

Varð fyr­ir kynþátta­h­atri

Faðir Carey er svart­ur en móðir henn­ar hvít. Hún var meðal ann­ar gagn­rýnd í skóla fyr­ir að nota vit­laus­an lit þegar hún var að lita og vin­kon­ur læstu hana inni í her­bergi og kölluðu hana niðrandi orðum. 

Líf Mariuh Carey hefur ekki alltaf verið dans á rósum.
Líf Mariuh Carey hef­ur ekki alltaf verið dans á rós­um. AFP

Sak­ar syst­ur sína um að reyna selja sig

Eldri syst­ir Carey átti erfitt upp­drátt­ar, varð ólétt ung, glímdi við fíkni­vanda og sjálfs­morðshugs­an­ir. Syst­urn­ar áttu af og til góðar stund­ir en söng­kon­an sak­ar hana þó um hafa stefnt sér í hættu. Söng­kon­an seg­ir að syst­ir sín hafi átt kær­asta sem stundaði man­sal. Tólf ára var Carey plötuð til að vera ein með kær­asta syst­ur sinn­ar og vill hún meina að heppni hafi bjargað því að ekki fór illa fyr­ir henni. 

Carey tel­ur að syst­ir sín hafi reynt að selja sig með þess­um hætti en syst­ir henn­ar svaraði fyr­ir sig í The Sun og neit­ar ásök­un­um. 

Lærði af Bítl­un­um

Mariah Carey lærði af viðskipta­sögu Bítl­anna. Þegar Carey var ung­ling­ur voru henni boðnir fimm þúsund doll­ar­ar fyr­ir lag í bíó­mynd. Hún neitaði til­boðinu. „Ég man að ég sá heim­ild­ar­mynd um Bítl­ana þegar ég var að al­ast upp og var í áfalli yfir því að þeir áttu ekki rétt­inn að öll­um lög­un­um sem þeir sömdu,“ sagði Carey sem ætlaði ekki að gefa eft­ir rétt sinn.  

Hjóna­bandið eins og fang­elsi

Carey gift­ist Tommy Mottola, fram­kvæmda­stjóra hjá Sony, árið 1993. Hún þakk­ar hon­um fyr­ir vel­gengni sína þar sem hann gaf henni plötu­samn­ing og hvatti hana til taka um jóla­plöt­una með lag­inu sí­vin­sæla All I Want For Christ­mas Is You. 

Hún held­ur því þó fram að hann hafi ekki verið góður eig­inmaður. Hún lýs­ir heim­ili þeirra eins og ör­ygg­is­fang­elsi með fullt af vopnuðum ör­ygg­is­vörðum. Árið 1996 fór hún í skyndi­ferð á Burger King með rapp­ar­an­um Da Brat. Mottola varð brjálaður og skipaði leit að Carey. 

„Þetta er ekki rétt. Þú hef­ur selt marg­ar millj­ón­ir af plöt­um. Þú býrð í höll. Þú hef­ur allt en þú get­ur ekki farið frjáls ferða þinna á Burger King þegar þú vilt það, þú hef­ur ekki neitt. Þú þarft að fara,“ sagði rapp­ar­inn við Carey þegar þau borðuðu ham­borg­ara í bíln­um. Carey og Mottola skildu að borði og sæng ári seinna.

Fékk út­rás fyr­ir til­finn­ing­ar sín­ar á leyni­plötu

Carey er þekkt­ust fyr­ir ballöður sín­ar en þegar hún var að taka upp sína fimmtu plötu árið 1995 tók hún í leiðinni upp leyni­plötu. Sú plata var allt öðru­vísi en það sem Carey er þekkt fyr­ir. Á plöt­unni fékk hún út­rás fyr­ir reiðina sem hún fann fyr­ir í hjóna­band­inu. 

Plat­an með hliðarsjálfi Carey kom út árið 1995 und­ir dul­nefn­inu Chick. Á plöt­unni er að finna lög eins og Love is A Scam og Demented. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þótt þig langi til þess að breyta einhverju þá er ekki rétti tíminn til þess núna. Vertu trúr í vináttu þó að þú standir í viðskiptum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þótt þig langi til þess að breyta einhverju þá er ekki rétti tíminn til þess núna. Vertu trúr í vináttu þó að þú standir í viðskiptum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir