Þarf að útrýma skömminni

Anna Tara og Högni með fílum og fílahiðrum í Þriðja …
Anna Tara og Högni með fílum og fílahiðrum í Þriðja pólnum.

Sig­ríður Pét­urs­dótt­ir kvik­mynda­fræðing­ur er gest­ur kvik­mynda­hlaðvarps­ins BíÓ að þessu sinni og um­fjöll­un­ar­efnið geðhvörf og hvernig mynd er dreg­in upp af þeim í kvik­mynd­inni Þriðji póll­inn og í sjón­varpsþátt­un­um Ráðherr­ann. 

Sigríður Pétursdóttir.
Sig­ríður Pét­urs­dótt­ir.

Sig­ríður þekk­ir vel til geðhvarfa þar sem þrír af henn­ar nán­ustu hafa verið með þau, fólk af þrem­ur kyn­slóðum. „Þetta er mjög brýn umræða og um geðrask­an­ir al­mennt líka. Hún er oft ekki skemmti­leg, oft klisju­kennd og föst í form­inu en mér finnst það, sem bet­ur fer, vera að breyt­ast. Það er svo mik­il þörf fyr­ir að út­rýma skömm­inni,“ seg­ir Sig­ríður. 

Sig­ríður er hæst­ánægð bæði með Ráðherr­ann og Þriðja pól­inn. Um Ráðherr­ann seg­ist hún hafa kann­ast við þær órök­réttu ákv­arðanir og setn­ing­ar sem komið hafa fram í fyrstu tveim­ur þátt­un­um en ráðherr­ann, Bene­dikt, er leik­inn af Ólafi Darra Ólafs­syni. Oft sé erfitt að átta sig á því hvort mann­eskj­an sé ein­fald­lega mjög skap­andi eða hvort man­ía sé að fara í gang.

Hvað Þriðja pól­inn varðar seg­ist Sig­ríður mjög ánægð með að í mynd­inni sé varpað ljósi á tvær ólík­ar upp­lif­an­ir af geðhvörf­um í sam­töl­um við Högna Eg­ils­son og Önnu Töru Edw­ards. „Það eru til svo mörg form og það er aldrei rætt,“ seg­ir Sig­ríður og bend­ir á að til séu bæði geðhvörf I og geðhvörf II. Hlaðvarpsþátt­inn má finna hér fyr­ir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú þarft að kafa til botns í hverju máli í stað þess að skoða bara yfirborðið og reyna að leysa málin með þeim hætti. Hvort heldur það er á þínu áhugasviði eða annarsstaðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú þarft að kafa til botns í hverju máli í stað þess að skoða bara yfirborðið og reyna að leysa málin með þeim hætti. Hvort heldur það er á þínu áhugasviði eða annarsstaðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir