Þarf að útrýma skömminni

Anna Tara og Högni með fílum og fílahiðrum í Þriðja …
Anna Tara og Högni með fílum og fílahiðrum í Þriðja pólnum.

Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur er gestur kvikmyndahlaðvarpsins BíÓ að þessu sinni og umfjöllunarefnið geðhvörf og hvernig mynd er dregin upp af þeim í kvikmyndinni Þriðji póllinn og í sjónvarpsþáttunum Ráðherrann. 

Sigríður Pétursdóttir.
Sigríður Pétursdóttir.

Sigríður þekkir vel til geðhvarfa þar sem þrír af hennar nánustu hafa verið með þau, fólk af þremur kynslóðum. „Þetta er mjög brýn umræða og um geðraskanir almennt líka. Hún er oft ekki skemmtileg, oft klisjukennd og föst í forminu en mér finnst það, sem betur fer, vera að breytast. Það er svo mikil þörf fyrir að útrýma skömminni,“ segir Sigríður. 

Sigríður er hæstánægð bæði með Ráðherrann og Þriðja pólinn. Um Ráðherrann segist hún hafa kannast við þær órökréttu ákvarðanir og setningar sem komið hafa fram í fyrstu tveimur þáttunum en ráðherrann, Benedikt, er leikinn af Ólafi Darra Ólafssyni. Oft sé erfitt að átta sig á því hvort manneskjan sé einfaldlega mjög skapandi eða hvort manía sé að fara í gang.

Hvað Þriðja pólinn varðar segist Sigríður mjög ánægð með að í myndinni sé varpað ljósi á tvær ólíkar upplifanir af geðhvörfum í samtölum við Högna Egilsson og Önnu Töru Edwards. „Það eru til svo mörg form og það er aldrei rætt,“ segir Sigríður og bendir á að til séu bæði geðhvörf I og geðhvörf II. Hlaðvarpsþáttinn má finna hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka