Pretty Woman eyðilagði næstum því ferilinn

Richard Gere og Jason Alexander í kvikmyndinni Pretty Woman, sem …
Richard Gere og Jason Alexander í kvikmyndinni Pretty Woman, sem kom út fyrir 30 árum. Ljósmynd/IMDb

Sein­feld-leik­ar­inn Ja­son Al­ex­and­er seg­ist hafa átt erfitt upp­drátt­ar eft­ir að hann lék í kvik­mynd­inni Pretty Wom­an. Í mynd­inni fór Al­ex­and­er með hlut­verk lög­fræðings­ins Phillips Stuckeys. 

„Þetta voru ein­stak­ar aðstæður því þegar ég fékk hlut­verkið vissi ég ná­kvæm­lega að leik­stjór­inn vildi mig ekki. Ég var ekki það sem Garry Mars­hall vildi,“ sagði Al­ex­and­er í viðtali við Robin Bronk í hlaðvarp­inu At Home With The Creati­ve Coaliti­on. 

Jason Alexander.
Ja­son Al­ex­and­er. Ljós­mynd/​Wikipedia.org

Pretty Wom­an kom út árið 1990 og skartaði þeim Ju­liu Roberts og Rich­ard Gere í aðal­hlut­verk­um. 

„Ég fór í áheyrn­ar­pruf­ur hjá hon­um og hann var mjög vin­gjarn­leg­ur. Hann sagði eig­in­lega bara: „Þú ert of ung­ur. Þú ert of barna­leg­ur. Þú ert of lít­ill.“ Hann reyndi að fá ann­an í hlut­verkið og ég veit ekki af hverju en samn­ing­ar náðust ekki. Ég fékk hlut­verkið því þeir náðu ekki að gera samn­ing við leik­ar­ann sem þeir vildu og þeir voru ör­vænt­ing­ar­full­ir,“ sagði Al­ex­and­er. 

Þegar upp var staðið seg­ir Al­ex­and­er að hlut­verkið hafi valdið því að hann var um tíma einn hataðasti leik­ar­inn. 

„Ég var þekkt­ur um heim­inn sem fíflið sem reyndi að nauðga Ju­liu Robers, þannig að kon­ur hötuðu mig. Ég gekk niður göt­una og kon­ur sögðu ljóta hluti við mig,“ sagði Al­ex­and­er og bæt­ir við að hann hafi þar að auki verið lam­inn og fólk skyrpt á hann. 

Í dag er Al­ex­and­er þó ekki þekkt­ast­ur fyr­ir hlut­verk sitt í Pretty Wom­an held­ur fyr­ir hlut­verk sitt í þátt­un­um vin­sælu Sein­feld. Þætt­irn­ir voru í sýn­ingu frá 1989 til árs­ins 1998.  

Julia Roberts og Richard Gere fóru með aðalhlutverk í Pretty …
Ju­lia Roberts og Rich­ard Gere fóru með aðal­hlut­verk í Pretty Wom­an. HO
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Stjörnurnar giska á að þú munir eiga í vandræðum með yfirvald í dag. Makinn er rómantískur þegar hann á að vera raunsær og ástríðufullur þegar aðrir eru jarðbundnir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Stjörnurnar giska á að þú munir eiga í vandræðum með yfirvald í dag. Makinn er rómantískur þegar hann á að vera raunsær og ástríðufullur þegar aðrir eru jarðbundnir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir