Aniston íhugaði að hætta

Jennifer Aniston er enn að eftir mörg farsæl ár í …
Jennifer Aniston er enn að eftir mörg farsæl ár í bransanum. AFP

Friends-stjarnan Jennifer Aniston hefur íhugað að hætta í leiklistinni. Aniston á farsælan feril að baki og leikur í hverjum smellinum á fætur öðrum. Það var ekki fyrr en nýlega sem hún íhugaði að snúa sér að einhverju öðru. 

„Ég verð að segja að á síðustu tveimur árum hefur mér dottið það í hug,“ sagði Aniston hreinskilin í hlaðvarpsþætti að því er fram kemur á vef E!. Hún var spurð hvort hún hefði hugsað sér að hætta í bransanum. 

Hún hugsaði um það áður en hún lék í sjónvarpsþáttunum The Morning Show. Hún tæmdi tankinn í verkefni sem hún lék í stuttu áður. „Ég veit ekki hvort þetta sé það sem ég hef áhuga á,“ hugsaði Aniston með sér þarna. 

Aniston er með plan b. Ef hún væri ekki í leiklist væri hún líklega innanhússhönnuður. „Ég elska það. Þar er liggur hamingjan mín.“ 

Sem betur fer fyrir aðdáendur Aniston er hún ekki alveg hætt í leiklistinni. Hún er til dæmis að fara að vinna fljótlega aftur með Adam Sandler sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. Þau Sandler hafa þekkst síðan þau voru 19 ára. „Ég elska að vera í tökum með Sandler. Just Go With It var mjög skemmtileg.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka