Aniston íhugaði að hætta

Jennifer Aniston er enn að eftir mörg farsæl ár í …
Jennifer Aniston er enn að eftir mörg farsæl ár í bransanum. AFP

Friends-stjarn­an Jenni­fer Anist­on hef­ur íhugað að hætta í leik­list­inni. Anist­on á far­sæl­an fer­il að baki og leik­ur í hverj­um smell­in­um á fæt­ur öðrum. Það var ekki fyrr en ný­lega sem hún íhugaði að snúa sér að ein­hverju öðru. 

„Ég verð að segja að á síðustu tveim­ur árum hef­ur mér dottið það í hug,“ sagði Anist­on hrein­skil­in í hlaðvarpsþætti að því er fram kem­ur á vef E!. Hún var spurð hvort hún hefði hugsað sér að hætta í brans­an­um. 

Hún hugsaði um það áður en hún lék í sjón­varpsþátt­un­um The Morn­ing Show. Hún tæmdi tank­inn í verk­efni sem hún lék í stuttu áður. „Ég veit ekki hvort þetta sé það sem ég hef áhuga á,“ hugsaði Anist­on með sér þarna. 

Anist­on er með plan b. Ef hún væri ekki í leik­list væri hún lík­lega inn­an­húss­hönnuður. „Ég elska það. Þar er ligg­ur ham­ingj­an mín.“ 

Sem bet­ur fer fyr­ir aðdá­end­ur Anist­on er hún ekki al­veg hætt í leik­list­inni. Hún er til dæm­is að fara að vinna fljót­lega aft­ur með Adam Sandler sem er í miklu upp­á­haldi hjá henni. Þau Sandler hafa þekkst síðan þau voru 19 ára. „Ég elska að vera í tök­um með Sandler. Just Go With It var mjög skemmti­leg.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir