Stofnandi Kenzo látinn úr COVID-19

Kenzo Takada ásamt fyrirsætum árið 1998 eftir vel heppnaða tískusýningu.
Kenzo Takada ásamt fyrirsætum árið 1998 eftir vel heppnaða tískusýningu. AFP

Kenzo Takada, stofn­andi jap­anska tísku­vörumerk­is­ins Kenzo, er lát­inn úr COVID-19. Takada var 81 árs þegar hann lést á sjúkra­húsi í Par­ís, höfuðborg Frakk­lands. 

Takada, sem var þekkt­ur fyr­ir lit­rík og blóm­leg mynstur, var fyrsti jap­anski hönnuður­inn sem vakti at­hygli í tísku­heim­in­um í Par­ís. Takada sett­ist að í Frakklandi á sjö­unda ára­tug síðustu ald­ar. 

Hér sést Kenzo Takada árið 2010 ásamt málverkum sem hann …
Hér sést Kenzo Takada árið 2010 ásamt mál­verk­um sem hann málaði af sjálf­um sér. AFP

„Par­ís syrg­ir nú einn sona sinna“

Talsmaður Takada til­kynnti dauðsfall hans og sagði að Takada hefði aldrei hætt að fagna tísk­unni og list­inni að lifa. Anne Hi­dal­gom, bæj­ar­stjóri í Par­ís, heiðraði Takada í færslu á Twitter og sagði hann hafa verið gíf­ur­leg­um hæfi­leik­um gædd­an. 

„Hann gaf lit­um og ljósi þeirra sess í tísku. Par­ís syrg­ir nú einn sona sinna.“

Takada fædd­ist árið 1939 í Osaka, þriðju stærstu borg Jap­ans. Hann sigldi svo til Frakk­lands árið 1965 og sett­ist að í Par­ís. Takada stofnaði í kjöl­farið alþjóðlegt vörumerki sem hann nefndi í höfuðið á sjálf­um sér, Kenzo, og kom á fót herralínu árið 1983 og síðar á ní­unda ára­tugn­um tísku­lín­un­um Kenzo Je­ans og Kenzo Jungle. Hann seldi fata­merkið sitt svo til sam­steyp­unn­ar LVHM árið 1993 og lét af störf­um inn­an tísku­heims­ins sex árum síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Ástvinir virðst ekki vera hreinskilnir í samskiptum, og þú nennir ekki að taka þátt í þessum leik. Reynsla þín og hæfni ættu að fleyta þér í höfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Ástvinir virðst ekki vera hreinskilnir í samskiptum, og þú nennir ekki að taka þátt í þessum leik. Reynsla þín og hæfni ættu að fleyta þér í höfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant