Leikarinn Thomas Jefferson Byrd fannst látinn á götum Atlanta-borgar í Bandaríkjunum í gær, laugardag. Hann var 70 ára. Byrd var hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk í kvikmyndum leikstjórans Spikes Lees.
Lögreglan í Atlanta sagði í viðtali við Variety að hún hefði fengið tilkynningu um slasaðan mann á Belvedere Avenue klukkan korter í tvö aðfaranótt laugardags. Hann var úrskurðaður látinn á staðnum en hann var með nokkur skotsár á bakinu. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Atlanta.
„Spike Lee greindi frá andláti vinar síns á Instagram í dag. „Það hryggir mig að tilkynna morðið á okkar elskaða bróður Thomas Jefferson Byrd í gærkvöldi í Atlanta í Georgíu,“ skrifaði Lee og deildi mynd af Byrd í hlutverki Errols Barnes í kvikmyndinni Clockers frá 1995.
Byrd lék einnig í kvikmyndunum Get on the Bus, Bamboozled, He Got Game, Red Hook Summer og Chi-Raq.
View this post on InstagramA post shared by Spike Lee (@officialspikelee) on Oct 4, 2020 at 10:40am PDT