Thomas Jefferson Byrd skotinn til bana

Thomas Jefferson Byrd var skotinn til bana í Atlanta í …
Thomas Jefferson Byrd var skotinn til bana í Atlanta í Bandaríkjunum í gær. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Thomas Jefferson Byrd fannst látinn á götum Atlanta-borgar í Bandaríkjunum í gær, laugardag. Hann var 70 ára. Byrd var hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk í kvikmyndum leikstjórans Spikes Lees. 

Lögreglan í Atlanta sagði í viðtali við Variety að hún hefði fengið tilkynningu um slasaðan mann á Belvedere Avenue klukkan korter í tvö aðfaranótt laugardags. Hann var úrskurðaður látinn á staðnum en hann var með nokkur skotsár á bakinu. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Atlanta. 

„Spike Lee greindi frá andláti vinar síns á Instagram í dag. „Það hryggir mig að tilkynna morðið á okkar elskaða bróður Thomas Jefferson Byrd í gærkvöldi í Atlanta í Georgíu,“ skrifaði Lee og deildi mynd af Byrd í hlutverki Errols Barnes í kvikmyndinni Clockers frá 1995. 

Byrd lék einnig í kvikmyndunum Get on the Bus, Bamboozled, He Got Game, Red Hook Summer og Chi-Raq.

View this post on Instagram

I’m So Sad To Announce The Tragic Murder Of Our Beloved Brother Thomas Jefferson Byrd Last Night In Atlanta,Georgia. Tom Is My Guy,Here Below You See Him As The Frightening Character Errol Barnes In CLOCKERS. Brother Byrd Also Did His Thang In My Joints- CHI-RAQ,SWEET BLOOD OF JESUS, RED HOOK SUMMER,BAMBOOZLED,HE GOT GAME,GET ON THE BUS,GIRL 6 And CLOCKERS. May We All Wish Condolences And Blessings To His Family. Rest In Peace Brother Byrd.🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿🙏🏿💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜

A post shared by Spike Lee (@officialspikelee) on Oct 4, 2020 at 10:40am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir