Forsetahjónin fyrrverandi Barack og Michelle Obama fögnuðu 28 ára brúðkaupsafmæli á laugardaginn. Þau tóku sér tíma til að fagna þrátt fyrir allt sem er í gangi í heiminum í dag. Hjónin hafa gengið í gegnum margt saman en virðast alltaf jafn ástfangin.
Obama-hjónin hafa talað opinskátt um hjónaband sitt, sem er ekki alltaf dans á rósum. Þau hafa meðal annars greint frá því að hafa farið í hjónabandsráðgjöf.
„Þrátt fyrir allt sem er í gangi langaði mig til að taka tíma og óska ástinni í lífinu mínu til hamingju með brúðkaupsafmælið. Michelle Obama gerir mig að betri eiginmanni, betri föður og betri manneskju á hverjum einasta degi,“ skrifaði forsetinn fyrrverandi til eiginkonu sinnar um helgina.
„28 ár með þessum,“ skrifaði Michelle Obama við mynd af sér og Barack Obama á Instagram. „Ég elska Barack Obama vegna þess hvernig hann brosir, vegna persónuleika hans og ástríðu. Svo þakklát fyrir að hann skuli vera félagi minn í öllu því sem lífið býður upp á.“
Hjónin nýttu svo brúðkaupsafmælið til þess að hvetja fólk til að hvetja aðra til að kjósa í kosningunum í Bandaríkjunum.
View this post on InstagramA post shared by Barack Obama (@barackobama) on Oct 3, 2020 at 1:01pm PDT
View this post on InstagramA post shared by Michelle Obama (@michelleobama) on Oct 3, 2020 at 1:02pm PDT