Ástfangin eftir 28 ára hjónaband

Barack og Michelle Obama árið 2019.
Barack og Michelle Obama árið 2019. AFP

For­seta­hjón­in fyrr­ver­andi Barack og Michelle Obama fögnuðu 28 ára brúðkaup­saf­mæli á laug­ar­dag­inn. Þau tóku sér tíma til að fagna þrátt fyr­ir allt sem er í gangi í heim­in­um í dag. Hjón­in hafa gengið í gegn­um margt sam­an en virðast alltaf jafn ást­fang­in. 

Obama-hjón­in hafa talað op­in­skátt um hjóna­band sitt, sem er ekki alltaf dans á rós­um. Þau hafa meðal ann­ars greint frá því að hafa farið í hjóna­bands­ráðgjöf. 

„Þrátt fyr­ir allt sem er í gangi langaði mig til að taka tíma og óska ást­inni í líf­inu mínu til ham­ingju með brúðkaup­saf­mælið. Michelle Obama ger­ir mig að betri eig­in­manni, betri föður og betri mann­eskju á hverj­um ein­asta degi,“ skrifaði for­set­inn fyrr­ver­andi til eig­in­konu sinn­ar um helg­ina. 

„28 ár með þess­um,“ skrifaði Michelle Obama við mynd af sér og Barack Obama á In­sta­gram. „Ég elska Barack Obama vegna þess hvernig hann bros­ir, vegna per­sónu­leika hans og ástríðu. Svo þakk­lát fyr­ir að hann skuli vera fé­lagi minn í öllu því sem lífið býður upp á.“

Hjón­in nýttu svo brúðkaup­saf­mælið til þess að hvetja fólk til að hvetja aðra til að kjósa í kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem vefst fyrir þér sem þú átt erfitt með að fá á hreint. Hægðu á og gefðu þér tíma til að undirbúa framkvæmdirnar sem eru í vændum..
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem vefst fyrir þér sem þú átt erfitt með að fá á hreint. Hægðu á og gefðu þér tíma til að undirbúa framkvæmdirnar sem eru í vændum..
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant