Hæstiréttur hlustar ekki á Stairway to Heaven

Led Zeppelin kom meðal annars til Íslands í upphafi ferilsins.
Led Zeppelin kom meðal annars til Íslands í upphafi ferilsins.

Staðfest var í dag að Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna ætli sér ekki að fjalla um höf­und­ar­rétt­ar­mál sem höfðað var á hend­ur rokk­hljóm­sveit­inni Led Zepp­el­in vegna mögu­legs stuld­ar á hinu fræga upp­hafsriffi lags­ins, sem heyrst hef­ur í mörg­um gít­ar­búðum. Er því staðfest að Jimmy Page og Robert Plant telj­ast höf­und­ar þess. 

Í frétt BBC um málið kem­ur fram að hljóm­sveit­in hafi verið kærð árið 2014 af hljóm­sveit­inni Spi­rit, sem vildi meina að upp­hafs­stef Stairway to Hea­ven hefði verið fengið „að láni“ úr henn­ar lagi, Taur­us. 

Led Zepp­el­in vann málið árið 2016, en því var áfrýjað árið 2018. Áfrýj­un­ar­dóm­stóll staðfesti dóm und­ir­rétt­ar fyrr á þessu ári, og neit­un Hæsta­rétt­ar nú þýðir að því er end­an­lega lokið. Tón­list­ar­brans­inn hafði fylgst vel með mál­inu, enda var mikið und­ir. Áætlað er að Stairway to Hea­ven hafi þénað um 3,4 millj­ón­ir banda­ríkja­dala á því fimm ára tíma­bili sem rétt­ar­höld­in náðu yfir. 

Led Zeppelin á tónleikum sínum í Laugardalshöll.
Led Zepp­el­in á tón­leik­um sín­um í Laug­ar­dals­höll. Krist­inn Bene­dikts­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Ástvinir virðst ekki vera hreinskilnir í samskiptum, og þú nennir ekki að taka þátt í þessum leik. Reynsla þín og hæfni ættu að fleyta þér í höfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Ástvinir virðst ekki vera hreinskilnir í samskiptum, og þú nennir ekki að taka þátt í þessum leik. Reynsla þín og hæfni ættu að fleyta þér í höfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant