Íslandsstofa og Iceland Airwaves verða Live from Reykjavík

Iceland Airwaves 2020 - Live from Reykjavík verður sýnt í …
Iceland Airwaves 2020 - Live from Reykjavík verður sýnt í nóvember á Rúv. Eggert Jóhannesson

Íslandsstofa hefur fyrir hönd markaðsverkefnisins „Ísland – saman í sókn“ gert samkomulag við Iceland Airwaves um framkvæmd tónlistarhátíðarinnar Live from Reykjavík, í samstarfi við RÚV, Reykjavíkurborg, Icelandair og Landsbankann. 

Á hátíðinni, sem fara mun fram í nóvember, koma fram margir af þeim íslensku tónlistarmönnum sem lengst hafa náð á erlendum vettvangi ásamt yngra tónlistarfólki. Hátíðin verður send út beint á RÚV og Rás 2 hér á Íslandi, en aðgengileg í gegnum streymisþjónustu á vefnum erlendis.

Tilgangurinn er að styðja við sköpun íslenskra tónlistarmanna, þróa tækni til streymis sem nýtast mun íslenskum hátíðum til framtíðar og einnig að efla markaðs- og kynningarstarf íslenskrar tónlistar á erlendum vettvangi í samstarfi við ÚTÓN. Hægt verður að kaupa aðgang að hátíðinni utan landsteinanna í gegnum vefinn Dice.fm og mun 60% af öllum tekjum renna beint til þeirra listamanna sem spila á hátíðinni. Samhliða Live from Reykjavík mun ÚTÓN standa fyrir rafrænni ráðstefnu fyrir áhrifafólk úr tónlistargeiranum til að kynna íslenska tónlist og listamenn. 

Íslensk tónlist er einn af þremur áhersluþáttum í markaðsaðgerðum „Ísland – saman í sókn“ sem koma til framkvæmda á næstu vikum. Efni sem framleitt verður í tengslum við hátíðina verður nýtt til kynningar á íslenskri tónlist og tónlistarstarfsemi og Íslandi sem áfangastað. Samkomulagið er einnig hluti af aðgerðapakka stjórnvalda til að styðja við menningu og listir á tímum COVID-19, sem mennta- og menningarmálaráðherra mun kynna á næstu dögum.

Alls hljóðar samningurinn upp á 25 milljónir króna.

Markaðsverkefnið „Ísland – saman í sókn“ er hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 fjármagnað af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra formaður stýrihóps átaksins. Um er að ræða markaðs- og kynningarverkefni fyrir áfangastaðinn Ísland á völdum erlendum mörkuðum í því skyni að styrkja ímynd Íslands, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu. Framkvæmd er í höndum Íslandsstofu, og aðgerðir á vegum verkefnisins fara fram undir merkjum „Inspired by Iceland“.

Iceland Airwaves, Live From Reykjavík, er samstarfsverkefni Íslandsstofu, Rúv, Reykjavíkurborgar, …
Iceland Airwaves, Live From Reykjavík, er samstarfsverkefni Íslandsstofu, Rúv, Reykjavíkurborgar, Icelandair og Landsbankans. Ljósmynd/Íslandsstofa
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup