Dóttursonur Presleys hvílir við hlið hans

Benjamin Keough hvílir í Hugleiðslu garðinum í Graceland við hlið …
Benjamin Keough hvílir í Hugleiðslu garðinum í Graceland við hlið afa síns Elvis Presley. Skjáskot/Instagram

Benjamin Keough hefur verið borinn til grafar. Hann hvílir við hlið afa síns, tónlistarmannsins Elvis Presleys.

Benjamin svipti sig lífi hinn 12. júlí síðastliðinn, aðeins 27 ára gamall. „Benjamin Storm Keough var borinn til grafar í Hugleiðslugarðinum við Graceland. Hann hvílir hjá fjölskyldu sinni, þar á meðal afa sínum Elvis Presley, langömmu sinni Gladys Presley, langafa sínum Vernon Presley og langalangömmu sinni Minnie Mae Presley,“ segir í tilkynningu frá Graceland. 

Priscilla Presley, amma Benjamins, minntist hans í fallegri færslu um miðjan júlí þar sem hún sagði fráfall hans vera átakanlegt fyrir alla fjölskylduna. 

„Þetta eru ein­ir af myrk­ustu tím­um fjöl­skyld­unn­ar minn­ar. Áfallið að missa Ben hef­ur verið átak­an­legt. Að reyna að púsla sam­an mynd­inni um af hverju mögu­lega þetta gerðist hef­ur níst sál mína. Ég vakna á hverj­um degi og bið til Guðs að þetta muni skána. Þá hugsa ég um dótt­ur mína og sárs­auk­ann sem hún fer í gegn­um sem móðir. Pabba Bens, Danny [Keough], sem er viti sínu fjær þar sem Ben var einka­son­ur hans. Riley, sem var svo náin hon­um og elskaði hann svo. Harper og Finley, sem dýrkuðu Ben. Navarone, sem á erfitt með sorg­ina og missinn. Hvíldu í friði Ben, þú varst elskaður,“ skrif­ar Priscilla.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218.

Elvis Presley.
Elvis Presley.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup