Bandaríski söngvarinn og lagahöfundurinn Johnny Nash er látinn, áttræður að aldri. Þekktasta lag Nash er smellurinn I Can See Clearly Now frá árinu 1972.
Nash, sem fæddist í Texas, lést á heimili sínu í Houston í gær að sögn sonar hans, Johnny Jr.
Lag Nash I Can See Clearly Now flaug á topp bandaríska Billboard-listans og lag hans Tears on My Pillow var einnig vinsælasta lagið í Bretlandi árið 1975.
Hann var fyrsti útlendi söngvarinn sem tók upp reggí-tónlist á eyjunni Jamaíku að því er fram kemur á vef tónlistarmannsins.