RIFF heima í október

Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF.
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþjóðlegri kvik­mynda­hátíð í Reykja­vík, RIFF, lauk á sunnu­dag, 4. októ­ber, og var að þessu sinni hægt að leigja vald­ar mynd­ir hátíðar­inn­ar á vef RIFF sem nefnd­ist RIFF heima, auk þess að sækja sýn­ing­ar í Nor­ræna hús­inu og Bíó Para­dís. Áfram verður hægt að leigja vald­ar mynd­ir á RIFF heima nú í októ­ber. 

Mynd­irn­ar á leigu verða í þrem­ur flokk­um. Sá fyrsti nefn­ist Ísland og Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­in í gegn­um tíðina og mynd­irn­ar í hon­um verður hægt að leigja og horfa á dag­ana 5.-11. októ­ber. Inn­sýn í huga lista­manns nefn­ist ann­ar flokk­ur og hægt að leigja úr hon­um frá 12. októ­ber og horfa á dag­ana 15.-18. októ­ber. Þriðji flokk­ur­inn er  Miðnæt­ur­hryll­ing­ur sem hægt verður að leigja frá 19. októ­ber og horfa á dag­ana 22.-25. októ­ber. Meðal mynda til leigu má nefna Djúpið í leik­stjórn Baltas­ar Kor­máks, Hvít­ur, hvít­ur dag­ur í leik­stjórn Hlyns Pálma­son­ar, heim­ild­ar­mynd um arki­tekt­inn Al­var Aalto og heim­ild­ar­mynd um kvik­mynda­gerðar­mann­inn Stanley Ku­brick auk áhuga­verðra hryll­ings­mynda. m.a. frá Rússlandi og Kór­eu.

Bíóbíll sló í gegn

„Það er áskor­un að halda kvik­mynda­hátíð á tím­um sem nú en við ætluðum aldrei að leggja árar í bát og fór­um ný­stár­leg­ar leiðir til að færa áhorf­end­um frá­bæra dag­skrá. Með RIFF heima og Bíóbíl RIFF færðum við kvik­myndaunn­end­um um land allt mynd­irn­ar okk­ar og erum stolt af því. Bíóbíll RIFF sló í gegn en hann fór hring­inn um landið, heim­sótti skóla og hélt bíla­bíó á kvöld­in. Við átt­um í góðu sam­starfi við for­svars­menn menn­ing­ar­mála á þeim stöðum sem heim­sótt­ir voru og þegar hef­ur verið óskað eft­ir bíln­um aft­ur á næsta ári. Á sýn­ing­ar­stöðum seld­um við færri miða en ella á hverja sýn­ingu og tak­mörkuðum gesta­fjölda. Heilt yfir var aðsókn­in á hátíðina góð og upp­selt á sýn­ing­ar á stærstu mynd­um hátíðar­inn­ar eins og Noma­dland og Druk. Sama er að segja um sér­viðburði og Bransa­dag­ar á net­inu og á staðnum gengu von­um fram­ar. Við erum sér­stak­lega þakk­lát fyr­ir þær frá­bæru mót­tök­ur sem hátíðin hlaut í ár,“ er haft eft­ir Hrönn Marinós­dótt­ur, stjórn­anda RIFF, í til­kynn­ingu.

Evr­ópsk­ar mynd­ir í aðal­hlut­verki

Bíla­bíó á Granda, eitt stærsta bíla­bíó sem haldið hef­ur verið hér­lend­is, var önn­ur nýj­ung sem vakti mikla lukku. Sýnd­ar voru fjór­ar mynd­ir á jafn­mörg­um dög­um og var upp­selt öll kvöld­in. Hið sama er að segja um Gesta­boð Babette bíó og mat­ur sem haldið var í Nor­ræna hús­inu og sýn­ingu á heim­ild­ar­mynd um Al­var Aalto með leiðsögn um Nor­ræna húsið á eft­ir

Gæðamynd­ir frá Evr­ópu voru í aðal­hlut­verki í ár og nærri 80% mynda frá Evr­ópu­lönd­um en alls voru þær 110 mynd­ir sem sýnd­ar voru frá 47 lönd­um. Þá voru 55% leik­stjóra kon­ur í ár og er það í fyrsta sinn sem kven­kyns leik­stjór­ar eru í meiri­hluta.

Það var mynd­in Þetta er ekki jarðarför, þetta er upprisa / This is Not a Burial, It’s a Res­ur-recti­on sem hlaut Gyllta lund­ann, aðal­verðlaun hátíðar­inn­ar í ár. Mynd­in var hluti af keppn-is­flokkn­um Vitran­ir/​New Visi­ons þar sem átta mynd­ir kepptu um verðlaun­in. Mynd­in er í leik­stjórn Lemohangs Jerem­iahs Moseses, hand­rits­höf­und­ar, leik­stjóra og lista­manns frá Lesótó. Hún hlaut sér­stök dóm­nefnd­ar­verðlaun á Sund­ance-kvik­mynda­hátíðinni. Heiðursu­mæli í sama flokki hlaut mynd­in Ein­manaklett­ur / Piedra Sola í leik­stjórn Al­ej­andro Telémaco Tarraf.

Kúg­un­ar­söngv­ar / Songs Of Repressi­on í leik­stjórn Esteph­an Wagner, Mari­anne Hou­gen-Moraga var val­in besta mynd­in í flokkn­um Önnur framtíð. Heiðursum­mæli dóm­nefnd­ar hlaut mynd­in Jörðin er blá eins og app­el­sína / The Earth Is Blue As An Orange í leik­stjórn Irynu Tsilyk.

Átjánda RIFF-hátíðin stóð yfir frá 23. sept­em­ber til 5. októ­ber árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Sá sem er góður við sjálfan sig er oftast góður við aðra líka. Láttu það eftir þér að njóta en vertu samt meðvitaður um að lán getur verið fallvalt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Sá sem er góður við sjálfan sig er oftast góður við aðra líka. Láttu það eftir þér að njóta en vertu samt meðvitaður um að lán getur verið fallvalt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir