Fyndin, sorgleg og áhugaverð

Úr sænsku kvikmyndinni Um óendanleikann, Om det oändlige á frummálinu.
Úr sænsku kvikmyndinni Um óendanleikann, Om det oändlige á frummálinu.

Sænska kvikmyndin Um óendanleikann, eftir sænska leikstjórann Roy Andersson, hlýtur fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá nýjum kvikmyndagagnrýnanda Morgunblaðsins, Gunnari Ragnarssyni, í gagnrýni sem finna má í blaðinu í dag, 8. október. 

Gunnar segir kvikmyndina samanstanda af rúmlega þrjátíu senum og er hverri þeirra miðlað í einu samfelldu og óklipptu myndskeiði. „Myndavélin er alltaf óhreyfð og mætti kalla nálgun Anderssons á viðfangsefnið myndlistarlega, þar sem gaumgæfileg uppröðun og samsetning hluta innan kyrrstæðs myndramma býr til heildstæða fagurfræði. Þó er þetta unnið af mikilli naumhyggju og sjónarspilið æpir aldrei á áhorfandann,“ skrifar Gunnar. 

Hnn segir myndefnið einatt af ýkja hversdaglegum toga og því gjarnan lýst af alviturri kvenkyns sögumannsrödd sem mæli í þátíð. „Svipmyndir þessar eru oftast nær úr sænskum nútíma og lýsa í senn eymd, leiðindum og fáránleika sem fyrirfinnst í mannlegri tilvist. Þó sjáum við einnig senur úr sögulegri fortíð, til að mynda af Hitler og SS-sveinum í neðanjarðarbyrginu en einnig sigraða þýska hersveit í halarófu á leið í vinnubúðir í Síberíu. Upphafsatriðið prýða kona og maður sem ríghalda hvort í annað og svífa í faðmlagi milli skýjaslæðna og undir hljómar englakór sem gefur senunni vigt og dramatískan blæ. Um miðbik myndar bregður svífandi parinu aftur fyrir í víðari mynd og í ljós kemur að undir flugi þeirra liggur evrópsk stórborg í rústum. Ofbeldi í aldanna rás og arfleifð þess er þar með ætíð undir í myndinni, jafnvel þegar fylgst er með miðaldra manni sem hefur drepið á bílnum rétt fyrir utan Stokkhólm,“ skrifar Gunnar m.a. og segir frásagnarform myndarinnar líkjast helst meinfyndnum sketsagrínþætti sem hafi farið í gegnum grámyglulega síu skandinavíska listabíósins. 

„Gagnrýnandi kom á myndina sem nýgræðingur í höfundarverki Anderssons og spillti það alls ekki fyrir. Um óendanleikann er í fullkominni lengd (76 mínútur, en Andersson var 76 ára við útgáfu myndarinnar) og í senn fyndin og sorgleg – og alltaf áhugaverð á að líta. Óhætt er að hvetja fólk til að berja hana augum í bíói – og vera þá sem næst tjaldinu,“ skrifar Gunnar og sem fyrr segir má lesa dóminn í heild í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir