Fyndin, sorgleg og áhugaverð

Úr sænsku kvikmyndinni Um óendanleikann, Om det oändlige á frummálinu.
Úr sænsku kvikmyndinni Um óendanleikann, Om det oändlige á frummálinu.

Sænska kvik­mynd­in Um óend­an­leik­ann, eft­ir sænska leik­stjór­ann Roy And­ers­son, hlýt­ur fjór­ar stjörn­ur af fimm mögu­leg­um hjá nýj­um kvik­mynda­gagn­rýn­anda Morg­un­blaðsins, Gunn­ari Ragn­ars­syni, í gagn­rýni sem finna má í blaðinu í dag, 8. októ­ber. 

Gunn­ar seg­ir kvik­mynd­ina sam­an­standa af rúm­lega þrjá­tíu sen­um og er hverri þeirra miðlað í einu sam­felldu og óklipptu mynd­skeiði. „Mynda­vél­in er alltaf óhreyfð og mætti kalla nálg­un And­ers­sons á viðfangs­efnið mynd­list­ar­lega, þar sem gaum­gæfi­leg upp­röðun og sam­setn­ing hluta inn­an kyrr­stæðs myndramma býr til heild­stæða fag­ur­fræði. Þó er þetta unnið af mik­illi naum­hyggju og sjón­arspilið æpir aldrei á áhorf­and­ann,“ skrif­ar Gunn­ar. 

Hnn seg­ir mynd­efnið einatt af ýkja hvers­dag­leg­um toga og því gjarn­an lýst af al­vit­urri kven­kyns sögu­manns­rödd sem mæli í þátíð. „Svip­mynd­ir þess­ar eru oft­ast nær úr sænsk­um nú­tíma og lýsa í senn eymd, leiðind­um og fá­rán­leika sem fyr­ir­finnst í mann­legri til­vist. Þó sjá­um við einnig sen­ur úr sögu­legri fortíð, til að mynda af Hitler og SS-svein­um í neðanj­arðarbyrg­inu en einnig sigraða þýska her­sveit í hala­rófu á leið í vinnu­búðir í Síberíu. Upp­hafs­atriðið prýða kona og maður sem ríg­halda hvort í annað og svífa í faðmlagi milli skýjaslæðna og und­ir hljóm­ar engla­kór sem gef­ur sen­unni vigt og drama­tísk­an blæ. Um miðbik mynd­ar bregður svíf­andi par­inu aft­ur fyr­ir í víðari mynd og í ljós kem­ur að und­ir flugi þeirra ligg­ur evr­ópsk stór­borg í rúst­um. Of­beldi í ald­anna rás og arf­leifð þess er þar með ætíð und­ir í mynd­inni, jafn­vel þegar fylgst er með miðaldra manni sem hef­ur drepið á bíln­um rétt fyr­ir utan Stokk­hólm,“ skrif­ar Gunn­ar m.a. og seg­ir frá­sagn­ar­form mynd­ar­inn­ar líkj­ast helst mein­fyndn­um sketsa­grínþætti sem hafi farið í gegn­um grá­myglu­lega síu skandi­nav­íska lista­bíós­ins. 

„Gagn­rýn­andi kom á mynd­ina sem nýgræðing­ur í höf­und­ar­verki And­ers­sons og spillti það alls ekki fyr­ir. Um óend­an­leik­ann er í full­kom­inni lengd (76 mín­út­ur, en And­ers­son var 76 ára við út­gáfu mynd­ar­inn­ar) og í senn fynd­in og sorg­leg – og alltaf áhuga­verð á að líta. Óhætt er að hvetja fólk til að berja hana aug­um í bíói – og vera þá sem næst tjald­inu,“ skrif­ar Gunn­ar og sem fyrr seg­ir má lesa dóm­inn í heild í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Flóknar aðstæður einfaldast og vandamál leysast. Allir munu njóta þess að fá hól frá þér í dag og heillandi persónuleiki þinn sýnir öllum hve einlægur þú ert.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Flóknar aðstæður einfaldast og vandamál leysast. Allir munu njóta þess að fá hól frá þér í dag og heillandi persónuleiki þinn sýnir öllum hve einlægur þú ert.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir