Daníel Svíaprins segir að nýrað sem hann fékk árið 2009 og framúrskarandi umönnun heilbrigðisstarfsfólks hafi verið sannkölluð lífgjöf. Þetta kemur fram í nýju myndbandi sem sænska konungshöllin birti á dögunum.
Daníel glímdi lengi við meðfæddan nýrnagalla og var búinn að vera í marga mánuði í skilun þegar hann loks fékk nýtt nýra en það var faðir hans, Olle Westling, sem gaf honum það.
„Það er svo mikill kærleikur falinn í hjúkrunarstarfinu. Ég væri ekki hér í dag ef ekki væri fyrir þá frábæru umönnun sem ég hlaut þegar ég var veikur,“ segir Daníel prins en leggur áherslu á að alltaf megi gera betur í heilbrigðiskerfinu.
„Ég er mikill bjartsýnismaður. Ég trúi því að hægt sé að lækna og koma í veg fyrir fleiri sjúkdóma. Bjarga megi fleiri mannslífum, lengja líf allra og auka lífsgæði.“
View this post on InstagramA post shared by Kungahuset 🇸🇪 (@kungahuset) on Oct 6, 2020 at 3:54am PDT