Varar við að kvikmyndahús gætu lagst af

Gal Gadot fer með aðalhlutverk í kvikmynd Patty Jenkins, Wonder …
Gal Gadot fer með aðalhlutverk í kvikmynd Patty Jenkins, Wonder Woman 1984. AFP

Leik­stjór­inn Patty Jenk­ins var­ar við því að ferðir í kvik­mynda­hús gætu heyrt sög­unni til eft­ir heims­far­ald­ur­inn. Frum­sýn­ingu nýrr­ar of­ur­hetju­kvik­mynd­ar henn­ar hef­ur verið frestað þris­var sinn­um í heims­far­aldr­in­um. 

Jenk­ins er á meðal þeirra leik­stjóra í Hollywood sem hafa biðlað til banda­rískra yf­ir­valda að létta kvik­mynda­hús­um róður­inn í far­aldr­in­um. 

Fjöldi kvik­mynda­húsa í Bretlandi róa nú lífróður vegna þess hve mörg­um frum­sýn­ing­um hef­ur verið frestað. Í vik­unni hvatti Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, fólk til þess að fara í kvik­mynda­hús. 

„Ef við lok­um, þá verður ekki aft­ur snúið. Við gæt­um tapað kvik­mynda­ferðum að ei­lífu,“ sagði Jenk­ins í viðtalivið frétta­stofu Reu­ters í vik­unni. 

Kvik­mynda­hús í öll­um heim­in­um eiga í mikl­um fjár­hags­örðuleik­um vegna sam­komutak­mark­ana auk þess sem fáar kvik­mynd­ir eru nú frum­sýnd­ar í kvik­mynda­hús­um. Fram­leiðsla á kvik­mynd­um hef­ur taf­ist um all­an heim og út­gáfu þeirra frestað. Liðna helgi var gefið út að frum­sýn­ingu James Bond kvik­mynd­ar­inn­ar, No Time To Die, hafi verið frestað fram til 2021. 

Banda­rík­in eru stærsti markaður­inn í kvik­mynda­heim­in­um í dag með til­liti til hagnaðar af miðasölu. Ekki langt á eft­ir er Kína. 

Jenk­ins varaði við því að víðtæk­ar lok­an­ir kvik­mynda­húsa gætu leitt af sér að kvik­mynda­ver í Hollywood myndu hætta að fjár­festa í kvik­mynd­um fyr­ir kvik­mynda­hús og snúið sér að streym­isveit­um í meira mæli. 

„Þetta gæti orðið eins og það varð í tón­list­ar­geir­an­um. Þar sem heill iðnaður gæti hrunið til grunna vegna þess að þú býrð til eitt­hvað sem er ekki arðsamt,“ sagði Jenk­ins. 

Of­ur­hetju­kvik­mynd Jenk­ins, Wond­er Wom­an 1984, átti upp­haf­lega að koma í kvik­mynda­hús í júní síðastliðinn. Nú er gert ráð fyr­ir að hún verði frum­sýnd á jóla­dag. 

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú færð óvenju mikið út úr því að vera með vinum þínum í dag. Leyfðu þeim að deila velgengni sinni með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú færð óvenju mikið út úr því að vera með vinum þínum í dag. Leyfðu þeim að deila velgengni sinni með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant