Roberta McCain látin 108 ára að aldri

Roberta McCain við útför sonar hennar John.
Roberta McCain við útför sonar hennar John. AFP

Roberta McCain, móðir öldungardeildarþingmannsins John McCain og olíuveldis-erfingi, lést á heimili sínu í Washington í dag. Roberta var 108 ára að aldri. 

Tengdadóttir Robertu, Cindy McCain, greindi frá andlátinu á Twitter-síðu sinni í dag en tiltók ekki hvernig andlátið bar að. Sonur Robertu og eiginmaður Cindy, John, lést í ágúst árið 2018 af völdum krabbameins í heila 81 árs að aldri. 

Roberta lifði og hrærðist í þunga miðju bandarískra stjórnmála í fleiri áratugi. Tengdafaðir hennar John S. McCain eldri var virtur aðmíráll í bandaríska sjóhernum og leiddi bandaríska flota í síðari heimsstyrjöld. Eiginmaður hennar, John S. McCain yngri, var einnig aðmíráll í bandaríska sjóhernum og leiddi innrás Bandaríkjahers í Dóminíska lýðveldið árið 1965 og leiddi hersveitir Bandaríkjanna í Víetnam-stríðinu. 

Roberta var þriggja barna móðir og bjó með fjölskyldu sinni í Washington-umdæmi. Hún þykir hafa haft gríðarleg áhrif á farsæla ferla eiginmanns hennar og sonar með því gestrisni sinni og gáfum. 

Gifti sig þvert á vilja fjölskyldunnar 

Roberta fæddist 7. febrúar 1912 í Muskogee í Oklahoma-ríki. Faðir hennar hafði skömmu fyrir fæðingu hennar keypt víðáttumikið land í ríkinu, skömmu fyrir olíu-æðið svokallaða í Bandaríkjunum. Faðir hennar, Archibald Wright, græddi á tá og fingri á olíufundi og fór á eftirlaun þegar Roberta var 12 ára. Hann flutti þá fjölskyldu sína til Los Angeles borgar í Kaliforníu-ríki. 

Roberta stundaði háskólanám við Háskólann í Suður-Kaliforníu og kynntist þar John, oftast kallaður Jack, McCain sem var þá hermaður í sjóher Bandaríkjanna. Þrátt fyrir andmæli fjölskyldu sinnar giftist Roberta Jack í Mexíkó árið 1933. 

Eftir 48 ára hjónaband fékk eiginmaður hennar John hjartaáfall um borð í farþegaflugi á leið til Washington og lést árið 1981. Dóttir þeirra, Jean Alexandra Morgan, lést árið 2019. Þriðja barn Robertu, Joseph P. McCain er enn á lífi auk 10 barnabarna, 11 barnabarnabarna og sjö barnabarnabarnabarna. 

Í viðtali við tímaritið Vouge árið 2008 var Roberta spurð hver lykillinn að langlífi hennar væri. 

„Ég geri ekkert sem ég á að gera. Ég hreyfi mig ekki og í dag hef ég nú þegar borðað hálfan pakka af karamelluhjúpuðu poppkorni. Elskan, ég hef átt algjört draumalíf. Og það var allt heppni,“ svaraði Roberta. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt halda um stjórnartaumana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Þú jarðbundinn í dag og getur því tekist á við verkefni heima fyrir sem hafa þurft að bíða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt halda um stjórnartaumana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Þú jarðbundinn í dag og getur því tekist á við verkefni heima fyrir sem hafa þurft að bíða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan