Kvæntur en innilegur með yngri leikkonu

Lily James og Dominic West voru saman í Róm. Þau …
Lily James og Dominic West voru saman í Róm. Þau virtust vera meira en bara vinir. Samsett mynd

Bresku leikararnir Dominic West og Lily James voru saman í Róm um síðustu helgi þar sem þau létu afar vel hvort að öðru. West er kvæntur og neyddist til þess að útskýra hjónabandsstöðu sína eftir að Daily Mail birti myndir af honum og James í Róm. 

Á myndunum mátti sjá West halda utan um James, þau fóru um borgina saman á rafskútu auk þess sem West sást kyssa á henni hálsinn á veitingastað. Leikararnir, sem eru að leika saman um þessar mundir í myndinni Pursuit of Love, litu ekki út fyrir að reyna að fela aðdáun sína hvort á öðru né fyrir að vera eitthvað annað en par. West var ekki með giftingarhring.

James er 31 árs og einhleyp en West er 20 árum eldri. Leikarinn hefur verið kvæntur Catherine FitzGerald síðan árið 2010 og eiga hjónin saman fjögur börn. Ljósmyndarar mættu fyrir utan hús hjónanna á þriðjudaginn. Hjónin mættu hönd í hönd og létu mynda sig og skildu eftir skilaboð á miða. 

„Hjónaband okkar er traust og við erum enn saman,“ stóð á miða fyrir utan hús þeirra. West tjáði sig ekkert um ferðina til Rómar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar