Ráðherrann seldur til sýningar í Bandaríkjunum

Ráðherrann er farinn á flakk um heiminn.
Ráðherrann er farinn á flakk um heiminn. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Sjón­varpsþáttaröðin Ráðherr­ann í fram­leiðslu Sagafilm hef­ur verið seld til sýn­ing­ar í Banda­ríkj­un­um, Ástr­al­íu, Kan­ada og Suður-Evr­ópu.

Cineflix Rights, dreif­ing­araðili Ráðherr­ans á heimsvísu, hef­ur skrifað und­ir samn­inga við nýju streym­isveit­una Topic í Banda­ríkj­un­um um sýn­ingu á þátt­un­um fyr­ir banda­rísk­an markað. Einnig hef­ur verið skrifað und­ir samn­inga við SBS í Ástr­al­íu, AMC Networks In­ternati­onal í Suður-Evr­ópu og TVO í Kan­ada um sýn­ingu á þátt­un­um.

Þáttaröðin hóf göngu sína á RÚV 20. sept­em­ber síðastliðinn þar sem þætt­irn­ir fengu góðar viðtök­ur og eru sýn­ing­ar þegar hafn­ar á SVT í Svíþjóð og YLE í Finn­landi. Fyrr í haust var til­kynnt um til­nefn­ing­ar Ráðherr­ans á PRIX Europa-verðlauna­hátíðinni og Venice TV Aw­ards.

„Við erum gríðarlega ánægð að sjá Ráðherr­ann fara á eins stóra markaði og Banda­rík­in, Ástr­al­ía, Suður-Evr­ópa og Kan­ada eru, til viðbót­ar við Norður­lönd­in og Niður­lönd. Mik­il vinna hef­ur farið í að ganga frá þess­um samn­ing­um og von­um við auðvitað að þess­ar þjóðir taki vel við Bene­dikt og hans póli­tík, rétt eins og hans heima­fólk hef­ur gert,“ seg­ir Hilm­ar Sig­urðsson, for­stjóri Sagafilm.

Há­skóla­kenn­ar­inn Bene­dikt Rík­arðsson kem­ur eins og storm­sveip­ur inn í ís­lensk stjórn­mál. Þessi óhefðbundni stjórn­mála­maður land­ar embætti for­sæt­is­ráðherra með óvenju­legri nálg­un í kosn­inga­bar­áttu. Eft­ir að hann tek­ur við embætti fara ein­kenni geðhvarfa að koma fram í fari hans og hegðun. 

Ólaf­ur Darri Ólafs­son er í hlut­verki óvenju­lega ráðherr­ans en með önn­ur stór hlut­verk í þátt­un­um fara Aníta Briem, Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir og Þor­vald­ur Davíð Kristjáns­son. Leik­stjórn var í hönd­um Nönnu Krist­ín­ar Magnús­dótt­ur og Arn­órs Pálma Arn­ar­son­ar. Hand­rit skrifuðu Birk­ir Blær Ing­ólfs­son, Björg Magnús­dótt­ir og Jón­as Mar­geir Ing­ólfs­son. Fram­leiðend­ur frá Sagafilm eru Anna Vig­dís Gísla­dótt­ir, Hilm­ar Sig­urðsson og Kjart­an Þór Þórðar­son.

„Það er afar ánægju­legt að sjá að Ráðherr­ann höfði til þjóða um víða ver­öld. Þess­ar söl­ur sýna enn og aft­ur fram á hvað ís­lenskt sjón­varps­efni er langt komið á þeim ör­fáu árum sem fram­leiðsla slíks efn­is hef­ur verið viðhöfð á Íslandi. Sam­keppn­in er afar hörð um at­hygli kaup­enda en Ráðherr­ann hef­ur án efa vakið eft­ir­tekt fyr­ir að vera öðru­vísi sjón­varps­efni. Það gleður okk­ur sann­ar­lega í Sagafilm,“ seg­ir Kjart­an Þór Þórðar­son, fram­kvæmda­stjóri Sagafilm Nordic í Stokk­hólmi, sem sér um alþjóðlega fjár­mögn­un leik­ins sjón­varps­efn­is Sagafilm.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú finnur nýjar leiðir til tekjuöflunar, en gömul vandamál skjóta upp kollinum á sama tíma. Leyfðu þér líka að slaka á og njóta tilverunnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú finnur nýjar leiðir til tekjuöflunar, en gömul vandamál skjóta upp kollinum á sama tíma. Leyfðu þér líka að slaka á og njóta tilverunnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant