Það eru fjögur ár síðan Kim Kardashian var rænd í lúxusíbúð í París. Raunveruleikaþáttastjarnan er enn ekki alveg búin að jafna sig á áfallinu og klökknaði í viðtalsþætti Davids Lettermans.
Í þættinum útskýrði hún fyrir Letterman hvað fór í gegnum huga hennar þegar hún var rænd með byssu. Hún var í slopp og engu öðru þegar innbrotsþjófarnir komu.
„Hann tók í mig og hrifsaði mig að sér og ég var ekki í neinu undir sloppnum,“ sagði Kardashian sem hugsaði með sér að nú yrði henni nauðgað og reyndi að undirbúa sig undir það. Kardashian var þó ekki nauðgað heldur handjárnuð auk þess sem límt var fyrir augu hennar.
Kardashian hélt að hún myndi deyja þegar hún sá að byssu var beint að sér. Eldri systir hennar var með henni í París en fór út að skemmta sér. Kardashian var byrjuð að hugsa hvaða áhrif það hefði á systur sína að koma að sér látinni.
„Hún á eftir að koma heim og ég verð dáin í rúminu. Hún verður í áfalli alla ævi ef hún hún sér mig,“ sagði Kardashian.
Þjófarnir voru að lokum handteknir en Kardashian er enn að glíma við kvíða og var hann sérstaklega slæmur árið eftir ránið. Hún gat til dæmis ekki farið á veitingastaði.
„Einhver veit að ég er á þessum veitingastað. Fólkið á eftir að taka mynd. Það sendir hana. Það veit að húsið mitt er opið. Það veit hvar börnin mín eru,“ sagði Kardashian hafa hugsað með sér árið eftir ránið í Frakklandi. „Ég var bara mjög hrædd við allt. Ég gat ekki sofið á nóttunni án þess að fullt af öryggisvörðum væri í húsinu og það er raunveruleikinn minn og það er í lagi.“