Jeff Bridges með eitilfrumukrabbamein

Jeff Bridges.
Jeff Bridges. AFP

Bandaríski leikarinn og óskarsverðlaunahafinn Jeff Bridges greindi frá því í gær að hann væri með eitilfrumukrabbamein. Hann væri byrjaður í krabbameinsmeðferð og batahorfur væru góðar.

Í færslu á Twitter, þar sem hann vísar í Dude, persónuna sem hann lék í kvikmyndinni The Big Lebowski, segist hann gera sér grein fyrir því hversu alvarlegur sjúkdómur þetta er. 

Á vef Krabbameinsfélagsins segir: Hodgkins-eitilfrumuæxli, öðru nafni Hodgkins-sjúkdómur, er önnur megingerð eitilfrumuæxla (lymphoma), en þau eiga upptök sín í eitlakerfinu. Þetta eru fremur sjaldgæf illkynja æxli og hér á landi eru þau um 0,6 af hundraði allra illkynja æxla. Sjúkdómurinn leggst gjarnan á ungt fólk og meðalaldur sjúklinga við greiningu er almennt talinn um 32 ár, en hefur verið aðeins hærri hér eða 40 ár. Þessi sjúkdómur leggst nánast jafnt á karla og konur. Á árunum 2006-2010 var nýgengið 2,4 af 100.000 hjá körlum og 2,4 af 100.000 hjá konum. Nú orðið nær stór hluti sjúklinga með Hodgkins-sjúkdóm fullum bata fyrir tilstuðlan krabbameinslyfja og geislameðferðar.

Bridges, sem er sjötugur að aldri, hlaut Óskarsverðlaunin árið 2010 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Crazy Heart. Hann er einnig þekktur fyrir fjölmörg hlutverk svo sem í The Last Picture Show, The Contender and Starman og að sjálfsögðu The Big Lebowski frá árinu 1998.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir