Leikkonan Courteney Cox og Johnny McDaid hafa ekki séð hvort annað í persónu síðan fyrir heimsfaraldurinn. Í hlaðvarpsþáttunum The Vinyl Supper sagði Cox að hún hafi ekki séð McDaid í að verða 150 daga.
Cox býr í Kaliforníu í Bandaríkjunum en McDaid er í Evrópu. Hann fór frá Bandaríkjunum daginn áður en landið lokaði í mars. Hún segist þó ekki hafa verið það einmana þar sem tveir vinir hennar séu í einangrun með henni ásamt 16 ára dóttur hennar, Coco.
Cox og McDaid byrjuðu fyrst að hittast í september árið 2013 og trúlofuðu sig 9 mánuðum seinna. Þau hættu svo saman síðla árs 2015. Í apríl 2016 tóku þau aftur saman og hafa verið saman síðan þá.