Borat á tímum Trumps

Maria Bakalova og Sacha Baron Cohen í hlutverkum Borat og …
Maria Bakalova og Sacha Baron Cohen í hlutverkum Borat og dóttur hans Tutar í Borat Subsequent Moviefilm.

Gunnar Ragnarsson kvikmyndagagnrýnandi fjallar um gamanmyndina Borat 2 í Morgunblaðinu í dag, eða Borat Subsequent Moviefilm: Delivery of Prodigious Bribe to American Regime for Make Benefit Once Glorious Nation of Kazakhstan, eins og titillinn er í heild sinni. Sem fyrr segir af fáfróða og fordómafulla blaðamanninum Borat Sagdiyev frá Kasakstan sem er vinsælasta sköpunarverk breska grínistans Sacha Barons Cohens.

„Aðferðafræði fyrri myndarinnar fólst í því að fá ýmsa raunverulega viðmælendur til viðtals við Borat undir því yfirskini að hann sé raunveruleg persóna að vinna fréttaefni fyrir heimaland sitt. Útkoman var auðvitað drepfyndin, en um leið sjokkerandi og uppljóstrandi afurð sem sýndi fram á djúpstæða kvenfyrirlitningu, rasisma og gyðingahatur innan ákveðins menningarkima Bandaríkjanna,“ skrifar Gunnar m.a. og að kynngimögnunin hafi einnig falist í leiknum og  bundin heimildarháði Borats; hvaða atvik voru sviðsett og hver ekki – og spurningunni um áreiðanleika þess sem fyrir augu bar. „Þessir meginþættir fyrri myndarinnar, ómannúðleg viðhorf og afstæðisstefna gagnvart sannleikanum, hafa auðvitað færst upp á yfirborðið og fest sig í sessi í meginstraumi bandarískra stjórnmála með raunveruleikasjónvarpsstjörnuna Donald Trump í forsetastóli. Það er til marks um spádómsgildi Borats þegar endurómur absúrdískrar bandarískrar mannhatursorðræðu er farinn að birtast hér á landi í orðum formanns íslensks stjórnmálaflokks og víðar. Við lifum öll í heimi Borats, að því er virðist– en fer þessari martröð aldrei að ljúka?“ skrifar Gunnar. 

Tímasetning útgáfu Borats eftirfarandi bíókvikmyndar sýnir fram á pólitískan útgangspunkt verksins, skrifar rýnir en endatitlar myndarinnar hvetja fólk beinlínis til að kjósa í komandi forsetakosningum. „Allt bendir þetta til þess að grínið standi höllum fæti og sé ætlað að falla um sjálft sig. Að vissu leyti kemur því á óvart að Borat eftirfarandi bíókvikmynd er ansi fyndin á köflum og nær þar með eiginlegum tilgangi sínum.“

Gunnar segir muninn á fyrri myndinni um Borat og Borat eftirfarandi bíókvikmynd þann að öll nýlunda sé nú fyrir bí. „Samsæriskenningarnar og kvenfyrirlitning eru daglegt brauð frá helstu ráðamönnum Bandaríkjanna og Cohen er því ekki að fletta ofan af neinu hér. Covid-19 er smeygt listilega inn í atburðarásina og verkið er því kirfilega staðsett á þessu tiltekna sögulega augnabliki. Tíminn á eftir að leiða í ljós hvernig myndin eldist en þó er merkilegt að sjá kvikmynd ávarpa samtíma sinn með jafn beinum hætti. Spurning er hvort þetta sé þróun sem mun færast í vöxt með breyttu kvikmyndalandslagi streymisveitnanna. Borat eftirfarandi bíókvikmynd er ekki síst áhugaverð sem menningarlegur viðburður líðandi stundar. Sem grínmynd er hún líka fínasta skemmtun,“ skrifar Gunnar en dóminn má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag, 29. október 2020. Hér fyrir neðan má svo finna kvikmyndhlaðvarpsþáttinn um myndina. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka