Greindist með slæmt krabbamein í vor

Listakonan Tracey Emin greindist með krabbamein í vor.
Listakonan Tracey Emin greindist með krabbamein í vor. LUKE MACGREGOR

Breski listamaðurinn Tracey Emin greindi frá því í viðtali í vikunni að hún hefði greinst með krabbamein í þvagblöðru í vor. Hún fór í aðgerð fyrir tveimur mánuðum og er á batavegi. 

„Þetta var hreisturlaga frumukrabbamein, sem þýðir að það breiðir hratt úr sér og er skætt. Þetta er þekkt sem slæmt krabbamein,“ sagði Emin í viðtali við The Times

Emin var tilnefnd til Turner-verðlaunanna árið 1999 og er vel þekktur listamaður í Bretlandi. 

Í viðtali við Artnet sagðist Emin hafa verið að vinna í hálfabstrakt málverki snemma í útgöngubanninu í Bretlandi og það hefði haldið vöku fyrir sér. Þegar hún var svo greind með krabbameinið sá hún að listaverkið líktist þvagblöðrunni. 

„Það er nákvæmlega eins og þvagblaðran mín með æxlinu í áður en ég vissi að ég væri með krabbamein – það er magnað!“ sagði Emin. 

Emin er enn of veikburða til að geta sinnt vinnu sinni. „Í gær var ég grátandi því mig langaði til að mála en ég hafði ekki orku til þess,“ sagði Emin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Snæbjörn Arngrímsson