Ævisaga Herra Hnetusmjörs komin út

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er þrátt fyrir að vera aðeins tuttugu og fjögurra ára gamall að gefa út ævisögu sína. Bókin ber titilinn Herra Hnetusmjör: Hingað til.

Þeir Siggi Gunnars og Logi Bergmann slógu á þráðinn til Árna, fengu smá innsýn í innihald bókarinnar og veltu því fyrir sér hvers vegna hann ákvað að gefa út ævisögu svona ungur.

„Þetta er náttúrlega búið að vera rosalega mikið og geggjað og stórt og ég myndi segja að ég væri betri en flestir,“ segir Árni og hlær.

„Nei, ég fékk þessa hugmynd bara í massa galsa sko og kynntist Sóla þegar við vorum að skemmta báðir á árshátíð og ég ákvað að bera þetta undir hann af því að hann hefur skrifað ævisögu áður og hann er náttúrlega drullufyndinn og skemmtilegur og þægilegur,“ segir Árni og bætir við: „Svo er þetta svo mikil beit fyrir gamla og virka í athugasemdum því ég vissi að þau myndu alveg missa sig á fyrirsögninni og það er alltaf gaman að æsa þau. Svo bara óvart varð þetta að veruleika.“

Árni og Sóli Hólm, sem skrifaði bókina, hafa unnið í henni í tæpt ár og ákváðu þeir að slá til núna í Covid að gefa hana út. Hann segist ekki hafa dregið úr neinu í bókinni og að þrátt fyrir ungan aldur hafi ýmislegt gengið á hjá sér. Í bókinni verður farið yfir neyslusögu Árna, hvernig hann reif sig upp úr því, leiðina á toppinn, æskuna og margt fleira.

Bókin er komin í forsölu og er hægt að kaupa áritað eintak inn á Penninn.is.

Viðtalið við Árna má hlusta á hér fyrir neðan:


  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup