Skotinn til bana í Texas

Eddie Hassell var skotinn til bana í úthverfi Dallas í …
Eddie Hassell var skotinn til bana í úthverfi Dallas í Texas. Ljósmynd/IMDb

Leikarinn Eddie Hassell, sem hvað þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Surface og kvikmyndinni The Kids Are All Right, var skotinn til bana í Texas í Bandaríkjunum. Hann var þrítugur.

Skotárásin átti sér stað snemma á sunnudag í Grand Prairie, úthverfi Dallasborgar, að sögn lögreglunniar. Lögreglan fékk tilkynningu um skothvelli og fann Hassell blóðugan á götunni skömmu seinna. Hann var færður í spítala þar sem hann lést af sárum sínum. 

Talsmaður Hassells sagði í viðtali við Variety að það liti út fyrir að skotárásin væri tengd bílaþjófnaði. Lögreglan í Grand Prairie segir að málið sé enn til rannsóknar en bíll hafi verið fjarlægður af staðnum þar sem Hassell var skotinn. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. 

The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. Ekki gefast upp á því að ná markmiðum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. Ekki gefast upp á því að ná markmiðum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson