Auður og gugusar í eina sæng

Gugusar gaf út sína fyrstu plötu á þessu ári.
Gugusar gaf út sína fyrstu plötu á þessu ári. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarmaðurinn Auður og tónlistarkonan gugusar gáfu út lagið Frosið sólarlag í dag. Tveir heimar skella undursamlega saman þegar 16 ára nýstirnið gugusar og margverðlaunaði listamaðurinn Auður skapa dáleiðandi hljóðheim sem er kokteill af skammdegisþunglyndi og fortíðarþrá. 

Auður vann í ár Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir popplag ársins 2019, Enginn eins og þú, sem var einnig mest spilaða lag þess árs. Hann vann svo einnig verðlaunin sem söngvari ársins og tónlistarflytjandi ársins. Á árinu hefur hann gefið út tónlistarsvítuna ljós og Týnd og einmana með rapparanum Flona og fram undan er útgáfa á nýju lagi með honum sem kemur út í nóvember.

Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir eða gugusar er 16 ára tónlistarkona sem gaf út sína fyrstu plötu, Listen To This Twice, í mars 2020. Árið 2019 tók hún þátt í Músíktilraunum og var valin rafheili tilraunanna en hún er upprennandi listamaður sem á mikið inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. Ekki gefast upp á því að ná markmiðum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. Ekki gefast upp á því að ná markmiðum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson