Ólafur Arnalds slær í gegn í Bretlandi

Ólafur Arnalds.
Ólafur Arnalds. mbl.is/Eggert

Ný plata tónlistarmannsins Ólafs Arnalds hefur blandað sér í baráttuna á breska vinsældalistanum tæpri viku eftir að hún kom út. Platan some kind of peace kom út á föstudaginn síðasta og hefur hlotið frábærar viðtökur. 

Afar óvenjulegt þykir að nýklassísk og nánast ósungin plata eins og plata Ólafs blandi sér í toppbaráttuna en hún keppir meðal annars við plötur Billie Eilish, Eltons Johns og Harrys Styles. 

Í lok vikunnar kemur í ljós í hvaða sæti some kind of peace endar en það eitt að hafa náð inn á listann er mikill árangur og í fyrsta sinn sem Ólafur nær inn á topp 40 listann í Bretlandi. 

Útvarpsstöðin BBC 6 Music hefur þar að auki valið plötuna plötu dagsins og hin virta plötubúð Rough Trade valið hana plötu mánaðarins. 

Staðan um miðja viku á breska vinsældarlistanum.
Staðan um miðja viku á breska vinsældarlistanum.

Ólafur Arnalds hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna og hefur undanfarin áratug sannað sig sem eitt áhrifamesta nútímatónskáld heims. Auk þess að hafa gefið út fjöldamargar plötur undir eigin nafni hefur Ólafur líka leikið með rafsveitinni Kiasmos og samið tónlist fyrir kvikmyndir og þáttaraðir á borð við Broadchurch og Defending Jacob  en fyrir þá síðarnefndu hlaut hann á dögunum tilnefningu til Emmy-verðlauna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach