„Ástandið var slæmt þarna úti“

Aníta Briem í Ráðherranum.
Aníta Briem í Ráðherranum.

Leikkonan Aníta Briem er gestur kvikmyndahlaðvarpsins BÍÓ að þessu sinni en hún hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir vandaðan leik í sjónvarpsþáttaröðinni Ráðherranum sem sýnd var á RÚV. Aníta er flutt aftur til Íslands eftir langa dvöl í Los Angeles og unir hag sínum vel. Hún hefur nóg að gera, fer með hlutverk í þremur íslenskum kvikmyndum, þ.e. Skjálfta,  Svari við bréfi Helgu og Berdreymi og einni erlendri, Selfie, þar sem hún leikur á móti Terrence Howard. 

„Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ferli og þessi tími allur. Maður fær fullt af fiðrildum í magann þegar eitthvað svona er að fara í loftið sem maður er búinn að vinna hörðum höndum að og þykir ótrúlega vænt um,“ segir Aníta um Ráðherrann. „Ég er búin að fá svo góð viðbrögð frá fólki og mikið af ókunnugu fólki er að koma upp að manni í Melabúðinni eða Kringlunni.“

Var komin að þolmörkum

Aníta segist hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð við því að hún sé nú flutt aftur til Íslands. „Mér finnst svo æðislegt að vera komin heim,“ segir hún. „Mér finnst bara allt dásamlegt við að vera hérna heima,“ segir Aníta og hlær. Við tökur á Ráðherranum í fyrra hafi hún áttað sig á því að hún væri komin að þolmörkum hvað varðar ákveðinn kúltúr í Los Angeles. Hún hafi áttað sig betur á því hvað væri henni virkilega mikilvægt. Tækifærin séu líka mörg á Íslandi og mikið að gerast í kvikmyndagerð. 

Ástandið slæmt 

Aníta er spurð út í #metoo-byltinguna, hvernig hún hafi upplifað hana í Hollywood. „Ég áttaði mig engan veginn á því hvað ástandið var slæmt þarna úti og ég lenti rosalega mikið í því og oft bara mjög illa,“ segir Aníta. Ungar leikkonur hafi oft verið settar í hræðilegar aðstæður þar sem kúltúrinn hjá karlkyns framleiðendum og yfirmönnum í kvikmyndabransanum hafi verið orðinn þannig að ákveðnum óskrifuðum reglum væri fylgt. „Það þarf ekki að vera bókstaflega að sofa hjá einhverjum, það getur verið að fólk búist við að þú sért bara til í að eyða einhverjum kvöldum í ógeðslegum partíum og að vera til skrauts,“ segir Aníta og eðlilegt talið og ætlast til þess að unga leikkonur daðri. „Þetta var algjörlega menningarheimurinn þegar ég labbaði þarna inn, 24 ára, og hafði engan og fólkið sem var að leiðbeina manni var algjörlega samdauna þessum kúltúr og var einhvern veginn að leiðbeina manni inn í þetta.“

Hér fyrir neðan má finna þáttinn með Anítu. 

Þann 20.nóvember nk. kemur út fyrsta þröngskífa (EP) íslenska tónlistarmannsins Daníels Hjálmtýssonar.
Daníel, sem vakið hefur töluverða eftirtekt hér heima og erlendis síðustu ár m.a. með hliðarverkefni sínu HYOWLP árið 2018, sendi frá sér sína fyrstu sólósmáskífu þann 3.janúar sl. Lagið kallaðist Birds og innihélt gestaframkomu hollenska strengjakvartettsins Red Limo Quartet (Eddie Vedder, Mark Lanegan, Sevdaliza), sem Daníel hafði kynnst árið 2013 þegar hann flutti inn einn sinn helsta áhrifavald til tveggja tónleika í Fríkirkjunni, Mark Lanegan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson