Hallur Már
Í kvöld hefst Live from Reykjavík tónleikastreymið á vegum Iceland Airwaves hátíðarinnar.
Sindri Ástmarsson, dagskrárstjóri IA, segir að það væri fínn árangur ef nokkur þúsund útlendingar myndu kaupa sig inn á streymið sem verður einungis aðgengilegt í takmarkaðan tíma.
Í myndskeiðinu er spjallað við Sindra um framkvæmdina sem hann vonast til að skapi reynslu hérlendis við að skapa tónlistarfólki tekjur í gegnum netið.
Íslendingar geta fylgst með á vef RÚV og á RÚV 2.