Tónlistarmaðurinn Harry Styles prýðir forsíðu bandaríska Vogue í desember. Hann er fyrsti karlmaðurinn til að prýða forsíðuna á tímaritinu einn síns liðs.
Styles hefur verið duglegur að brjóta upp þær hugmyndir sem við höfum haft um hlutverk kynjanna í gegnum tíðina og heldur uppteknum hætti á forsíðunni. Styles klæddist sérsaumuðum kjól frá Gucci eftir Alessandro Michele á forsíðunni.