Ætlaði aldrei að kvænast og eignast börn

Amal og George Clooney.
Amal og George Clooney. AFP

George Clooney er hamingjusamur maður í hjónabandi með mannréttindalögfræðingnum Amal Clooney. Leikarinn og leikstjórinn var lengi vel einhleypur og taldi sér trú um að hann ætti aldrei eftir að stofna fjölskyldu. Allt breyttist þegar Amal Clooney kom til sögunnar. 

„Ég ætla aldrei að kvænast. Ég ætla aldrei að eignast börn,“ var viðhorf Clooney að því er fram kemur í viðtali við hann í GQ. Clooney hafði einu sinn verið kvæntur en skildi við leikkonuna Taliu Balsam árið 1993. 

Clooney var sáttur við lífið. Vinnan fullnægði honum. 

„Ég ætla að vinna, ég á frábæra vini, líf mitt er mettað, ég hef það gott. Og ég viss ekki hversu hungraður ég var fyrr en ég hitti Amal. Og þá breyttist allt,“ sagði Clooney sem áttaði sig allt í einu á að hann fann fyrir ákveðnum tómleika. 

Clooney-hjónin gengu í hjónaband árið 2014. Hann segir að þegar hann fann að það var einhver annar sem skipti meira máli en hann sjálfur hafi allt breyst. Í því samhengi nefnir hann ekki bara eiginkonu sína heldur einnig tvíbura sína sem eru þriggja ára. 

Amal og George Clooney gengu í hjónaband árið 2014.
Amal og George Clooney gengu í hjónaband árið 2014. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir