Kynþokkafyllsti maður í heimi árið 2020

Michael B. Jordan er kynþokkafullur.
Michael B. Jordan er kynþokkafullur. AFP

Bandaríski leikarinn Michael B. Jordan hefur verið krýndur kynþokkafyllsti maður í heimi af tímaritinu People. Leikarinn er 33 ára og sló í gegn sem boxarinn Adonis í Creed og sem Erik Killmonger í Black Panther. 

„Mike, þetta er það eina sem þú átt líklega ekki eftir að fá,“ sagði Jordan um að fólk grínaðist með. Hann afsannaði þó kenningar vina sinna og sagði tilfinninguna góða. Hann sagðist jafnframt vera í góðum félagsskap. 

People vel­ur einn karl á hverju ári sem þykir kynþokka­fyllri en aðrir en skil­yrðin eru þau að maður­inn sé enn á lífi. Tón­list­armaður­inn John Legend fékk nafnbótina í fyrra. Leikarinn Idris Elba hlaut heiðurinn árið 2018 og tónlistarmaðurinn Blake Shelton árið 2017. 

Leikarinn Michael B. Jordan ásamt móður sinni Donna Jordan.
Leikarinn Michael B. Jordan ásamt móður sinni Donna Jordan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar