Tónlistarkonan Guðný María Arnþórsdóttir hefur sent frá sér nýtt jólalag. Lagið ber titilinn Jólapakka og syngur Guðný María það til barnanna sinna fjögurra.
„Við höfum ekki fengið að halda saman jólin síðan 1977. Samt reyni ég að hafa jól í mínum pakka og vonandi þú í þínum,“ skrifar Guðný María undir lagið sem kom út á YouTube í vikunni.
Guðný María sló eftirminnilega í gegn fyrir nokkrum árum með laginu Okkar páskar. Nú hefur hún hins vegar skellt sér í jólabúning. Aðdáendur Guðnýjar ættu ekki að láta þetta lag fram hjá sér fara.
Guðný sér sjálf um undirspil, söng, upptöku, hljóðblöndun, myndbandsupptöku, útsetningu og texta.