Eiginmaður Loughlin bak við lás og slá

Hjónin Mossimo Giannulli og Lori Loughlin eru nú bæði á …
Hjónin Mossimo Giannulli og Lori Loughlin eru nú bæði á bak við lás og slá og verða yfir jólahátíðirnar. AFP

Tískuhönnuðurinn Mossimo Giannulli hefur hafið afplánun sína. Hann var dæmdur til fimm mánaða fangelsisvistar fyrir þátt sinn í háskólasvindlsmálinu svokallaða. 

Giannulli situr inni í Lompoc í Santa Barbara í Kaliforníu. Eiginkona hans, Lori Loughlin, afplánar nú tveggja mánaða fangelsisdóm en hún hóf sína afplánun 30. október. Hún lýkur henni í lok árs en hann losnar ekki fyrr en í lok apríl.

Hjónin játuðu sekt sína í málinu í maí síðastliðnum og var dómur kveðinn upp í ágúst. Þau voru ákærð fyrir að greiða Rick Singer, höfuðpaur háskólasvindlsmálsins, 500 þúsund bandaríkjadali fyrir að falsa skjöl um dætur þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir