Hún hafði meira að gera en hann

Olivia Wilde og Jason Sudeikis eru hætt saman.
Olivia Wilde og Jason Sudeikis eru hætt saman. AFP

Það kom mörgum á óvart þegar Olivia Wilde og Jason Sudeikis ákváðu að segja skilið hvort við annað en þau höfðu talist til áreiðanlegustu sambanda í Hollywood. Þau eru sögð skilja í mestu vinsemd en heimildarmenn hafa þó undanfarið komið fram og varpað ljósi á sambandsslitin. 

Svo virðist sem ágreiningsefnin hafi verið mörg og óyfirstíganleg.

„Þau rifust um frama sinn og hvar þau ætluðu að búa. Eins og flest pör greindi þau á um margt. Þau bjuggu á tveimur stöðum en Sudeikis vildi frekar vera í New York á meðan Wilde hallaðist fremur að lífsstílnum í Los Angeles.“

Þá var frami Wilde sem leikstjóri einnig bitbein í sambandi þeirra. „Hún var oft miklu uppteknari en hann. Þau rifust oft og ákváðu að betra væri að halda hvort í sína áttina. Niðurstaðan var að þau rifust of mikið og ætluðu aldrei að giftast.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup