Það kom mörgum á óvart þegar Olivia Wilde og Jason Sudeikis ákváðu að segja skilið hvort við annað en þau höfðu talist til áreiðanlegustu sambanda í Hollywood. Þau eru sögð skilja í mestu vinsemd en heimildarmenn hafa þó undanfarið komið fram og varpað ljósi á sambandsslitin.
Svo virðist sem ágreiningsefnin hafi verið mörg og óyfirstíganleg.
„Þau rifust um frama sinn og hvar þau ætluðu að búa. Eins og flest pör greindi þau á um margt. Þau bjuggu á tveimur stöðum en Sudeikis vildi frekar vera í New York á meðan Wilde hallaðist fremur að lífsstílnum í Los Angeles.“
Þá var frami Wilde sem leikstjóri einnig bitbein í sambandi þeirra. „Hún var oft miklu uppteknari en hann. Þau rifust oft og ákváðu að betra væri að halda hvort í sína áttina. Niðurstaðan var að þau rifust of mikið og ætluðu aldrei að giftast.“