Tónlistarmaðurinn The Weeknd vakti mikla athygli á American Music-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi þar sem hann var blár og marinn með miklar umbúðir um höfuðið. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Weeknd hefur birst marinn og blár heldur hefur hann verið þannig útlítandi á öllum opinberum viðburðum á árinu.
Áverkarnir eru ekki raunverulegir heldur um förðun að ræða.
Weeknd hefur skartað þessum umbúðum til að vekja athygli á ölvunarakstri og hvaða afleiðingar hann getur haft. Eitt af hans vinsælustu lögum, Blinding Lights, fjallar á ákveðinn hátt um ölvunarakstur.
Það fjallar um „þegar þig langar til að hitta einhvern að nóttu til og ert undir áhrifum og götuljósin blinda þig“, sagði Weeknd um lagið.