Marinn og blár af ástæðu

The Weeknd var marinn og blár með miklar umbúðir á …
The Weeknd var marinn og blár með miklar umbúðir á höfðinu. AFP

Tónlistarmaðurinn The Weeknd vakti mikla athygli á American Music-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi þar sem hann var blár og marinn með miklar umbúðir um höfuðið. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Weeknd hefur birst marinn og blár heldur hefur hann verið þannig útlítandi á öllum opinberum viðburðum á árinu. 

Áverkarnir eru ekki raunverulegir heldur um förðun að ræða. 

Weeknd hefur skartað þessum umbúðum til að vekja athygli á ölvunarakstri og hvaða afleiðingar hann getur haft. Eitt af hans vinsælustu lögum, Blinding Lights, fjallar á ákveðinn hátt um ölvunarakstur. 

Það fjallar um „þegar þig langar til að hitta einhvern að nóttu til og ert undir áhrifum og götuljósin blinda þig“, sagði Weeknd um lagið.

The Weeknd.
The Weeknd. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney