Drottningarbragð slær öll met

Skák og mát.
Skák og mát. Ljósmynd/Netflix

Þættirnir The Queen's Gambit, eða Drottningarbragð, hafa slegið í gegn í öllum heiminum. Áhrifanna gætir víða en 62 milljónir heimila horfðu á þættina á fyrstu 28 dögunum sem þeir voru inni á Netflix. 

Gengi þáttanna er einstakt að því leytinu til að þeir eru vinsælir í öllum hornum heimsins, Rússlandi, Hong Kong, Frakklandi, Taívan og Ástralíu. Þættirnir komust á topp-10-listann í 92 löndum í heiminum og í 1. sæti á þeim lista í 63 löndum. 

Vinsældir þáttanna hafa þar að auki smitað út frá sér að því er fram kemur í frétt Netflix. Skáldsagan sem þættirnir eru byggðir á, The Queen's Gambit eftir Walter Tevis, komst á metsölulista New York Times, 37 árum eftir útgáfu. 

Leitarstrengurinn „how to play chess“ eða „hvernig á að tefla“ hefur náð hápunkti á leitarvélinni Google og fjöldi nýrra leikmanna á skákvefnum Chess.com hefur fimmfaldast. 

Þá hefur sala á skákborðum aukist um 170% hjá Goliath Games og fjöldi leita að skáksettum á Ebay aukist um 250%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney